Erlent

Kraftaverk að barnið bjargaðist

Fjölskylda tuttugu daga gamla stúlkubarnsins sem bjargaðist í flóðunum fljótandi á dýnu segir lífsbjörg hennar alvöru kraftaverk. Suppiah Tulasi var sofandi í bakherbergi veitinghúss í Penang í Malasíu þegar flóðbylgjan skall á og hrifsaði foreldra hennar og flesta gesti staðarins með sér. Þegar foreldrarnir komust aftur inn á staðinn, sem var í rúst, fundu þau barnið grátandi á dýnu sem flaut á eins og hálfs metra djúpu vatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×