Erlent

Meiriháttar niðurskurður

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun á næstu sex árum skera niður kostnað sinn um 60 milljarða Bandaríkjadala. Meðal niðurskurðaraðgerða sem fyrir dyrum standa er fækkun flugmóðursskipa og eins verður þróunarverkefnum fyrir hönnun hátæknivopna seinkað. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Bandaríkjunum um að minnka útgjöld til varnarmála, enda hafa óheyrilegar upphæðir farið í innrásirnar í Írak og Afghanistan undanfarin tvö ár. Breyttar aðstæður gera það að verkum að yfirmenn heraflans telja sig geta skorið verulega niður kostnað, án þess að draga úr baráttunni gegn hryðjuverkum. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja breytta heimsmynd gera það að verkum að vel megi endurskoða fjölda verkefna sem staðið hafi í áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×