Erlent

Hafa eyðilagt efnahagslífið

Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi forstjóri Yukos olíurisans, sem nú situr í fangelsi, segir stjórnvöld í Kreml hafa skemmt rússneskt efnahagslíf með því að þvinga Yukos til gjaldþrots. Khodorkosvky segist ekki vera harmi sleginn þó að fyrirtæki hans sé nú á leið undir hendur hins opinbera og hann segist þakklátur fangelsisvistinni, sem hafi gert sér kleyft að íhuga og endurskoða líf sitt. Hins vegar segir forstjórinn fangelsaði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess fallnar að grafa undan efnahagskerfi landsins, enda minni þær á aðferðir sem glæpamenn noti við verk sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×