Erlent

Neitar að samþykkja niðurstöðuna

Viktor Janúkóvitsj, sem sigraði í fyrri umferð forsetakosninganna í Úkraínu neitar að samþykkja sigur Júsjenkós, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, í síðari umferðinni og hefur lagt fram formlega kvörtun til kjörstjórnar landsins. Janúkóvitsj virðist ekki ætla að láta af völdum átakalaust en eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar að kosningarnar hafi verið löglegar að þessu sinni og allir aðilar ættu að sætta sig við Júsjenkó sem nýjan forseta landsins. Stuðningsmenn Júsjenkós komu í veg fyrir að ríkisstjórnin með Janúkóvitsj í forsæti kæmi saman í þinghúsinu í Kænugarði í morgun en stjórninni tókst þó að koma saman annars staðar án Janúkóvitsj.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×