Erlent

75% sátt við utanríkisráðherrann

Sjötíu og fimm prósent Svía eru sátt við frammistöðu Leilu Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, vegna hamfaranna við Indlandshaf.  Freivalds hafði verið gagnrýnd fyrir langan viðbragðstíma eftir að flóðbylgjurnar dundu yfir og fyrir að hafa farið í leikhús áður en hún mætti í utanríkisráðuneytið vegna málsins. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt er á netsíðu Expressen eru Svíar þó sáttir við viðbrögð hennar þó sein hafi verið. Hún kom frá Taílandi í dag og sagðist á blaðamannafundi í morgun telja að tala látinna ætti eftir að nálgast 200 þúsund. Göran Person, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir mögulegt að meira en eitt þúsund Svíar hafi dáið í flóðbylgjunum. Fjörutíu og fjórir svíar hafa fundist látnir og um fjögur hundruð Svíar liggja slasaðir á sjúkrahúsum á Taílandi, sumir í lífshættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×