Erlent

Þóttust veikir

Harðorð skilaboð til starfsmanna bandarísks flugfélags sem hringdu sig inn veika yfir jólin voru spiluð bæði í útvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum í gær. "Þeir sem kusu að misnota sér veikindaréttindi sín hafa brugðist samstarfsmönnum sínum og viðskiptavinum okkar," var meðal þess sem sagði í skilaboðunum. Óvenju margir starfsmenn boðuðu veikindaforföll yfir jólin að sögn talsmanns fyrirtækisins. Auk þess myndaðist ringulreið vegna slæms veðurs og hruns tölvukerfis fyrirtækisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×