Erlent

Fangar smíða líkkistur

Taílendingar leggja nótt sem dag við að finna lík fórnarlamba flóðbylgjunnar og jarðsetja þau. Sjálfboðaliðar flykkjast af hamfarasvæðunum og fangelsi hafa verið rýmd svo fangar geti aðstoðað við að telja líkin og smíða líkkistur. Enn er um sjö þúsund saknað í Taílandi, þar af um tvö þúsund Norðurlandabúa. Taílensk yfirvöld segjast óttast að 80 prósent þeirra sem saknað er séu látnir. Ef það er rétt munu tæplega sjöþúsund manns hafa týnt lífinu í Taílandi. Talið er að um þriðjungur hinna föllnu séu börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×