Erlent

7 uppreisnarmenn drepnir

Sádi-Arabískar öryggisveitir drápu í gær sjö herskáa uppreisnarmenn, þegar þær réðust inn í hús í Riyadh, stuttu eftir að tvær bílsprengjur sprungu í borginni. Bílarnir sem sprengdir voru í loft upp voru fyrir utan innanríkisráðuneytið og miðstöð öryggissveita í borginni. Fjórir menn særðust alvarlega í sprengingunum. Öryggissveitirnar eltu tilræðismennina uppi og drápu þá í húsinu sem þeir fundu þá í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×