Erlent

Indverjar fá sér viðvörunarbúnað

Indversk yfirvöld hafa tilkynnt að þau ætla að koma sér upp búnaði til að vara við hættulegum flóðbylgjum á borð við þá sem skall á landið á sunnudag. Taíland er eina ríkið af þeim ellefu sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni sem býr yfir slíkum búnaði.  Ráðherra tækni og vísinda í Indlandi segir að það taki hálft þriðja ár að koma búnaðinum upp og kosti um 1,8 milljarða króna. Flóðbylgjan kom Indverjum í opna skjöldu á sunnudag og ljóst er að minnsta kosti 4500 eru látnir og óttast er um afdrif átta þúsund annarra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×