Erlent

Herlið Úkraínu burt úr Írak

Úkraína mun smám saman fækka í 1600 manna herliði sínu í Írak á næsta ári og draga það að lokum allt til baka í árslok 2005, að sögn Oleksandr Kuzmuk, varnarmálaráðherra landsins. Kuzmuk hefur áður sagt það of dýrt að hverfa fljótt frá Írak en áætlað er að það kosti um 680 milljónir króna að draga herinn til baka. Úkraína er í fjórða sæti yfir þau ríki sem leggja hvað mest af mörkum til hernámsins í Írak. Níu úkraínskir hermenn hafa fallið í Írak og rúmlega tuttugu særst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×