Erlent

Sigur Júsjenkós stendur

Hæstiréttur Úkraínu hafnaði í dag kröfu Viktors Janúkóvíts, forsætisráðherra, um að forsetakosningarnar á sunnudag yrðu dæmdar ógildar. Rétturinn taldi að Janúkóvíts hefði ekki tekist að sýna fram á að kosningarnar hefðu verið ólöglegar. Viktor Júsjenkó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sigraði í forsetakosningunum með rúmlega tveggja milljóna atkvæða mun, en Janúkóvits hefur neitað að viðurkenna ósigur og láta af embætti forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×