Erlent

Bush lofar dyggum stuðningi

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á þriðjudag að Bandaríkin, Indland, Ástralía og Japan hefðu myndað alþjóðlegt bandalag sem myndi hafa umsjón með neyðaraðstoð og uppbyggingarstarfi á hamfarasvæðinu við Indlandshaf. Bush sagði í ávarpi frá búgarði sínum í Texas að ríkin sem hefðu orðið verst úti gætu treyst á stuðning Bandaríkjanna og lofaði að framlag þeirra yrði mun meira en þær 230 milljónir sem lofað var upphaflega. Hann biðlaði einnig til almennings um að láta fé af hendi rakna til hjálparstarfsins. "Þetta eru hræðilegar hamfarir og ofar okkar skilningi," sagði forsetinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×