Erlent

Meira en 100 þúsund látnir?

Talsmenn alþjóða Rauða Krossins segja líklegt að tala látinna í hamförunum í Asíu fari yfir eitt hundrað þúsund þegar í ljós komi hve margir hafa týnt lífi á eyjunum Andaman og Nicobar. Einnig er óttast að tala látinna í Aceh -héraðinu einu saman verði á milli 58 þúsund þegar öll kurl verða komin til grafar. Sem stendur er talið að tæplega 78 þúsund hafi fallið í valinn og staðfest er að meira en hálf milljón manna slasaðist í hamförunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×