Fleiri fréttir Yfir 100 þúsund látnir? Talið er að yfir eitt hundrað þúsund manns hafi farist í hamförunum í kjölfar jarðskjálftans á Indlandshafi, þar af um þriðjungur börn. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður Stöðvar 2, er staddur á Phuket-eyju í Taílandi, sem varð sérstaklega illa úti. Hann segir ástandið óljóst, en vitað sé að um 1600 hafi farist á Taílandi. 29.12.2004 00:01 2700 saknað frá Norðurlöndunum Alls tvö þúsund og sjö hundruð Norðurlandabúa er saknað á hamfarasvæðunum í Asíu, þar af um fimmtán hundruð Svía og tæplega fimm hundruð Norðmanna. Ef fer sem horfir stefnir í eitt mesta mannfall sænskra og norskra ríkisborgara á friðartímum. 29.12.2004 00:01 Eyjar færðust tugi metra Risajarðskjálftinn olli því að eyjar færðust til um marga kílómetra á hnettinum. Möndulhreyfingar jarðarinnar breyttust einnig, svo dagurinn hefur lengst. Stöðugt berast nýjar jarðfræðilegar upplýsingar frá skjálftasvæðinu. Nú hefur komið í ljós að smáeyjar við upptök hans hafa færst til um ótrúlegar vegalengdir í vesturátt, og hafa verið nefndar tölur allt upp í tugi og jafnvel hundruði metra. 29.12.2004 00:01 Sjö Íslendingar á hættusvæðum Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga stadda í Asíu. Aðeins sjö þeirra eru taldir hafa verið á hættusvæði vegna jarðskjálftans við Súmötru. Fólk af taílenskum ættum hefur óskað aðstoðar Rauða krossins við að hafa uppi á ættingjum. </font /></b /> 28.12.2004 00:01 Landnemar láta undan Tuttugu fjölskyldur í ísraelskri landnemabyggð hafa lýst sig viljugar til að flytjast frá hinu umdeilda Gasa-svæði. Þetta er fyrsta fólkið til að fallast á fyrirætlanir Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um brottflutning Ísraela frá Gasa svæðinu og hluta Vesturbakkans. 28.12.2004 00:01 Umfangsmesta hjálparstarf sögunnar Umfangsmesta hjálparstarf í sögu Sameinuðu þjóðanna er hafið á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu þar sem talið er að allt að sextíu þúsund manns hafi farist. Hundruð flugvéla frá löndum í öllum heimshornum eru væntanleg til svæðanna í dag með hjálpargögn en nú er talið hvað brýnast að koma í veg fyrir útbreiðslu drepsótta og hungursneyð. 28.12.2004 00:01 13 írakskir lögreglumenn drepnir Skæruliðar felldu þrettán írakska lögreglumenn og særðu tvo í geysiharðri árás sem þeir gerðu á lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Margskonar vopnum var beitt og reyndu lögreglumennirnir að verjast en ekki fer sögum af mannfalli í röðum skæruliða. 28.12.2004 00:01 Janúkovítsj leitar til Hæstaréttar Úkraínski forsætisráðherrann Viktor Janúkovítsj neitar að játa sigur Viktors Júsjenkos í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í fyrradag. Hann hefur lýst því yfir að hann muni leita til Hæstaréttar Úkraínu til þess að fá úrslitunum hnekkt. Janúkovítsj hefur lagt inn í kringum fimm þúsund kvartanir yfir því hvernig staðið var að talningu atkvæða. 28.12.2004 00:01 Samgönguráðherra Úkraínu drepinn? Samgönguráðherra Úkraínu, Heorhiy Kirpa, fannst látinn af skotsári á heimili sínu rétt utan við Kænugarð í gær. Ekki er vitað hvort hann var myrtur eða hvort hann framdi sjálfsmorð. Kirpa var einn áhrifamesti meðlimur ríkisstjórnarinnar. 28.12.2004 00:01 Fólk sniðgangi kosningarnar Osama bin Laden virðist hafa hvatt til þess að Írakar sniðgangi kosningarnar sem eiga að fara fram í næsta mánuði. Hljóðupptaka sem sögð er frá bin Laden er komin fram þar sem hann ber meðal annars lof á Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Kaída í Írak, og styður uppreisn súnníta í Írak. 28.12.2004 00:01 Flugskeyti grandaði bíl á Gasa Flugskeyti Ísraelshers grandaði bíl í borginni Kan Younis á Gasa-ströndinni fyrir stundu. Palestínskir skæruliðar voru á ferð í bílnum og sluppu þeir nánast ómeiddir að sögn sjónarvotta. Vegfarendur í grennd slösuðust lítillega. 28.12.2004 00:01 Dæmdir fyrir njósnir í Kína Fjórir Taívanbúar hafa verið handteknir í Kína og dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Fólkið er á aldrinum 26-63 ára. Að auki var einn Kínverji dæmdur fyrir að aðstoða við njósnirnar. 28.12.2004 00:01 Óttast að 55.000 hafi látist Staðfest hefur verið að 36.900 fórust í hamförunum í Suðaustur-Asíu á sunnudag. Tuga þúsunda er saknað og óttast er að ekki færri en 55.000 hafi farist. 28.12.2004 00:01 200 Svíar taldir af Allt að 200 Svíar eru taldir vera meðal þeirra sem fórust á Taílandi. Fjöldi Norðurlandabúa var á ferðamannasvæðum þar sem nánast enginn hefur fundist á lífi. Sjónarvottar segja þúsundir ferðamanna hafa farist. 28.12.2004 00:01 Óttast leka úr kjarnorkuveri Ótti við leka úr kjarnorkuveri í nágrenni Kelambakkam á Suður-Indlandi hamlar þar hjálparstarfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar og segir þar að systurfélag þess, Social Action Movement, séu einu hjálparsamtökin sem hafi komið fórnarlömbum flóðbylgnanna þar til aðstoðar. 28.12.2004 00:01 Hátt í 50 þúsund hafa látist Hátt í fimmtíu þúsund manns hafa farist í náttúruhamförunum í Asíu og er óttast við að sú tala eigi enn eftir að hækka. Allar tölur eru enn á reiki en stjórnvöld á hamfararsvæðunum telja að allt að 57 þúsund gætu hafa týnt lífi. Enn er ekki vitað um afdrif 15 Íslendinga sem vitað er að voru á þessum slóðum. 28.12.2004 00:01 370 milljónir frá páfagarði Páfagarður hefur safnað sex milljónum dollara, um 370 milljónum íslenskra króna, sem ætlað er að veita í neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb flóðanna í Suðaustur-Asíu. Jóhannes Páll páfi kallaði á aðstoð alþjóðasamfélagsins strax á sunnudag þegar tala látinna var aðeins um 3000 en hún er nú komin yfir 50 þúsund og fer hækkandi. 28.12.2004 00:01 Sjúkdómar geta lagt eins marga Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að sjúkdómar í kjölfar hamfaranna í Asíu geti lagt eins marga að velli og hamfarirnar sjálfar. David Nabarro, sem er háttsettur innan stofnunarinnar, segir það skipta gríðarmiklu máli að koma lyfjum, læknishjálp og vatni til hamfarasvæðanna sem fyrst, áður en sjúkdómar ná að gjósa upp. 28.12.2004 00:01 Langflestir frá Norðurlöndum Langflestir þeirra ferðamanna sem saknað er af hamfarasvæðunum í Asíu komu frá Norðurlöndum. Um fimmtán hundruð Svía er saknað og ekki er vitað <font size="2"></font>um afdrif sex hundruð Norðmanna. 28.12.2004 00:01 Tala látinna komin í 60 þúsund Sextíu þúsund manns hafa fundist látnir eftir flóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu. Óttast er að jafnmargir eða fleiri kunni að látast af völdum smitsjúkdóma vegna hörmunganna. 28.12.2004 00:01 Umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar Þjóðir heims hafa lagst á eitt til að lina þjáningar þeirra sem lentu í hamförunum við Bengalflóa. Mikið verk er framundan enda er neyðin sár 28.12.2004 00:01 43 féllu í Írak Alls féllu 43 fyrir hendi íraskra andspyrnumanna í gær. Af hinum föllnu voru flestir lögreglumenn. Árásirnar voru gerðar aðeins degi eftir að stærsti stjórnmálaflokkur súnní-múslima ákvað að bjóða ekki fram í kosningunum í janúar vegna stigvaxandi ofbeldis. 28.12.2004 00:01 Tjónið á lífríkinu óverulegt Náttúrufar og dýralíf er óvíða fjölbreyttara en á þeim slóðum sem jarðskjálftinn og flóðbylgjurnar dundu yfir á sunnudaginn. Að mati sjávarlíffræðings sem vel þekkir til á svæðinu eru litlar líkur á að verulegt tjón hafi orðið á lífríkinu í Indlandshafi vegna hamfaranna. 28.12.2004 00:01 Óvissu eytt og fólki létt "Fólki er greinilega létt og fegið að óvissunni hefur verið eytt og vill bara snúa sér aftur að daglegu lífi," segir Urður Gunnarsdóttir talsmaður kosningaeftirlits ÖSE í Úkraínu um nýafstaðnar kosningar þar. 28.12.2004 00:01 Vonarskíma í myrkrinu Það þykir kraftaverki líkast að 20 daga gamalt stúlkubarn skuli hafa komist lífs af í Malasíu eftir að skjálftinn reið yfir, en það fannst á fljótandi dýnu og var komið heilu og höldnu til foreldra sinna. 28.12.2004 00:01 Brýnt að bæta samskipti við Rússa Viktor Júsjenko, sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu, segir að sitt fyrsta verk sem forseti landsins verði að fara til Moskvu og reyna að bæta samskipti Úkraínu og Rússlands. Júsjenko segir að samskipti ríkjanna hafi verið "afmynduð" af úkraínskum viðskiptaklíkum. 28.12.2004 00:01 Flóðið rótaði upp jarðsprengjum Flóðbylgjan sem skall á Sri Lanka hefur rótað upp jarðsprengjum og dreift um víðfeðmt svæði og ógnar öryggi þeirra sem lifðu hörmungarnar af og reyna að komast aftur til síns heima sem og hjálparstarfsmönnum á svæðinu. 28.12.2004 00:01 Búsifjar mestar á Sri Lanka Efnahagslegar búsifjar af völdum flóðbylgjunnar á Indlandshafi verða mestar á Sri Lanka og á Maldíveyjum að mati hagfræðinga í Asíu. Þeir segja að flóðbylgjan muni ekki hafa varanlegar efnahagslegar afleiðingar í Indónesíu, Indlandi, Taílandi og Malasíu, því skemmdirnar séu ekki miklar í ljósi stærðar landanna. 28.12.2004 00:01 24 Norðurlandabúar látnir Að minnsta kosti 24 Norðurlandabúar hafa látist í flóðbylgjunum í Suðaustur-Asíu og óttast er um afdrif fjölda annarra sem er saknað. Af hinum látnu eru tíu Norðmenn, níu Svíar, þrír Danir og tveir Finnar. 28.12.2004 00:01 Bylgjan hreif lest af teinum sínum Rúmlega þúsund farþegar í lest meðfram strönd Indónesíu fórust þegar flóðbylgjan skall á land og hreif lestarvagnana með sér af teinunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Indónesíu var lestin stöðvuð á sunnudagsmorgun skömmu áður en bylgjan gekk á land 28.12.2004 00:01 Hættuviðvörun slegið á frest Veðurstofa Taílands er borin þungum sökum af embættismönnum. Taílensk yfirvöld munu skipa óháða nefnd sem á að rannsaka hvort veðurstofa landsins hafi frestað viðvörun vegna flóða. </font /></b /> 28.12.2004 00:01 Ellefu Íslendingar enn ófundnir Utanríkisráðuneytinu hefur ekki tekist að hafa uppi á ellefu Íslendingum sem leitað er að í Asíu. Talið er að ríflega 50 þúsund hafi farist í náttúruhamförunum. Umfangsmestu neyðaraðstoð allra tíma hrint í framkvæmd. 28.12.2004 00:01 Flestir hafa látist í Kína Jarðskjálftinn í Indónesíu á sunnudaginn sem varð að minnsta kosti 55 þúsund manns að bana í Asíu og Afríku er eins og staðan er í dag níundi mannskæðasti jarðskjálftinn frá því árið 1900. Mannskæðasti skjálftinn á síðustu öld var sumarið 1976 í borginni Tangshan í norðausturhluta Kína. Þá létust um 255 þúsund manns. 28.12.2004 00:01 Níu látnir og 40 særðir í Bagdad Að minnsta kosti níu menn fórust og fjörutíu særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar helsta stjórnmálaflokks sjíta í Bagdad í Írak í morgun. Flokkurinn var stofnaður í stjórnartíð Saddams Husseins og voru leiðtogar hans í útlegð þar til Saddam var steypt af stóli. 27.12.2004 00:01 17 þúsund látnir og fer fjölgandi Yfir sautján þúsund manns hafa látist í kjölfar jarðskjálftans í Suðaustur-Asíu í gær. Skjálftinn og flóðbylgjurnar sem hann olli eru mesta náttúruhamfarir á þessari öld. Búast má við því að tala látinna haldi áfram að hækka. Hundruð þúsundir manna hafa misst heimili sín og óttast menn nú að hungursneyð og farsóttir kunni að brjótast út á svæðinu. 27.12.2004 00:01 Enn óvissa um afdrif Íslendinga Enn er lítið eða ekkert vitað um afdrif fjörutíu til fimmtíu Íslendinga sem eru á hörmungarsvæðunum í Suðaustur-Asíu. Neyðarvakt var hjá utanríkisráðuneytinu fram yfir miðnætti en þá dró verulega úr hringingum. 27.12.2004 00:01 Júsjenko lýsir yfir sigri Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júsjenko lýsti í nótt yfir sigri í forsetakosningunum í Úkraínu. Júsenkó sagði að með sigri sínum væri hafið nýtt skeið í stjórnmálasögu landsins. Búið er að telja um níutíu prósent atkvæða og segja embættismenn að Júsenkó hafi óvinnandi forskot á andstæðing sinn, Viktor Janúkovítsj. 27.12.2004 00:01 Ísraelar byrjaðir að sleppa föngum Ísraelsmenn byrjuðu í morgun að láta lausa þá hundrað fimmtíu og níu fanga sem þeir ætla að sleppa til þess að sýna samningsvilja við nýja stjórnendur í Palestínu. Hundrað og þrettán af föngunum voru að afplána sakir fyrir að ógna öryggi Ísraels að mati Ísraelsmanna og fjörutíu og sex fyrir að hafa komið ólöglega til landsins. 27.12.2004 00:01 23.500 látnir á hamfarasvæðunum 23.500 manns hafa látist í kjölfar jarðskjálftans í Suðaustur-Asíu í gær samkvæmt Sky-sjónvarpsstöðinni. Mannfallið er mest á Sri Lanka en þar eru rúmlega 10 þúsund manns taldir af. Vitað er um a.m.k. fimm Norðmenn, þrjá Dani og tvo Svía sem létust í hamförunum. </font /></font /> 27.12.2004 00:01 Banvæn gassprenging í Frakklandi Tíu fórust og fjórtán slösuðust þegar öflug gassprenging varð í húsi í borginni Mulhouse í Frakklandi í gær. Níu er saknað eftir sprenginguna og er enn leitað í rústum hússins sem hrundi eftir að sprengingin varð. 27.12.2004 00:01 Stærsti flokkur súnníta hættur við Stærsti flokkur súnníta í Írak hefur hætt við þátttöku í kosningunum sem fram eiga að fara þann 30. janúar næstkomandi. Talsmenn flokksins segja að ekki hafi verið orðið við kröfum sem flokkurinn setti fram og setti sem skilyrði fyrir þátttöku. Flokksmenn eru þrátt fyrir þetta ekki hvattir til að sniðganga kosningarnar. 27.12.2004 00:01 Óttast að farsóttir breiðist út Yfir tuttugu og eitt þúsund manns eru taldir af eftir flóðin og jarðskjálftana í Suðaustur-Asíu í gær. Óttast er að farsóttir breiðist nú út en flóðavatn mengar vatnsból og lík þeirra sem fórust rotna á víðavangi. Þúsundir hafa verið grafnar í fjöldagröfum og með öllu er óljóst hverjir þar liggja. 27.12.2004 00:01 Júsjenko sigurvegari kosninganna Viktor Júsjenko bar sigurorð af keppinaut sínum, forsætisráðherranum Viktor Janúkovítsj, í forsetakosningum í Úkraínu í gær. Svo virðist sem þessi umferð hafi farið fram án kosningasvindls. 27.12.2004 00:01 Alnæmissmituðum fjölgar í Danmörku Fleiri karlar hafa greinst með alnæmissmit í Danmörku í ár en greinst hafa á ári síðustu tólf árin. Sérfræðingar í heilbrigðismálum telja að þetta megi rekja til þess að menn séu orðnir kærulausari en áður, ekki síst vegna þess árangurs sem náðst hefur í baráttunni við sjúkdóminn með lyfjagjöfum. 27.12.2004 00:01 Fjöldi Evrópubúa fórst í flóðunum Engar fregnir hafa enn borist af 37 Íslendingum sem vitað var að voru á þeim svæðum sem hamfarirnar gengu yfir í Suðaustur-Asíu í gær, langflestir í Taílandi. Fjölmargir Evrópubúar eru á meðal hinna látnu, t.a.m. ellefu Ítalir, að minnsta kosti tíu Svíar, fjórir Bretar og þrír Frakkar. 27.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Yfir 100 þúsund látnir? Talið er að yfir eitt hundrað þúsund manns hafi farist í hamförunum í kjölfar jarðskjálftans á Indlandshafi, þar af um þriðjungur börn. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður Stöðvar 2, er staddur á Phuket-eyju í Taílandi, sem varð sérstaklega illa úti. Hann segir ástandið óljóst, en vitað sé að um 1600 hafi farist á Taílandi. 29.12.2004 00:01
2700 saknað frá Norðurlöndunum Alls tvö þúsund og sjö hundruð Norðurlandabúa er saknað á hamfarasvæðunum í Asíu, þar af um fimmtán hundruð Svía og tæplega fimm hundruð Norðmanna. Ef fer sem horfir stefnir í eitt mesta mannfall sænskra og norskra ríkisborgara á friðartímum. 29.12.2004 00:01
Eyjar færðust tugi metra Risajarðskjálftinn olli því að eyjar færðust til um marga kílómetra á hnettinum. Möndulhreyfingar jarðarinnar breyttust einnig, svo dagurinn hefur lengst. Stöðugt berast nýjar jarðfræðilegar upplýsingar frá skjálftasvæðinu. Nú hefur komið í ljós að smáeyjar við upptök hans hafa færst til um ótrúlegar vegalengdir í vesturátt, og hafa verið nefndar tölur allt upp í tugi og jafnvel hundruði metra. 29.12.2004 00:01
Sjö Íslendingar á hættusvæðum Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga stadda í Asíu. Aðeins sjö þeirra eru taldir hafa verið á hættusvæði vegna jarðskjálftans við Súmötru. Fólk af taílenskum ættum hefur óskað aðstoðar Rauða krossins við að hafa uppi á ættingjum. </font /></b /> 28.12.2004 00:01
Landnemar láta undan Tuttugu fjölskyldur í ísraelskri landnemabyggð hafa lýst sig viljugar til að flytjast frá hinu umdeilda Gasa-svæði. Þetta er fyrsta fólkið til að fallast á fyrirætlanir Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um brottflutning Ísraela frá Gasa svæðinu og hluta Vesturbakkans. 28.12.2004 00:01
Umfangsmesta hjálparstarf sögunnar Umfangsmesta hjálparstarf í sögu Sameinuðu þjóðanna er hafið á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu þar sem talið er að allt að sextíu þúsund manns hafi farist. Hundruð flugvéla frá löndum í öllum heimshornum eru væntanleg til svæðanna í dag með hjálpargögn en nú er talið hvað brýnast að koma í veg fyrir útbreiðslu drepsótta og hungursneyð. 28.12.2004 00:01
13 írakskir lögreglumenn drepnir Skæruliðar felldu þrettán írakska lögreglumenn og særðu tvo í geysiharðri árás sem þeir gerðu á lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Margskonar vopnum var beitt og reyndu lögreglumennirnir að verjast en ekki fer sögum af mannfalli í röðum skæruliða. 28.12.2004 00:01
Janúkovítsj leitar til Hæstaréttar Úkraínski forsætisráðherrann Viktor Janúkovítsj neitar að játa sigur Viktors Júsjenkos í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í fyrradag. Hann hefur lýst því yfir að hann muni leita til Hæstaréttar Úkraínu til þess að fá úrslitunum hnekkt. Janúkovítsj hefur lagt inn í kringum fimm þúsund kvartanir yfir því hvernig staðið var að talningu atkvæða. 28.12.2004 00:01
Samgönguráðherra Úkraínu drepinn? Samgönguráðherra Úkraínu, Heorhiy Kirpa, fannst látinn af skotsári á heimili sínu rétt utan við Kænugarð í gær. Ekki er vitað hvort hann var myrtur eða hvort hann framdi sjálfsmorð. Kirpa var einn áhrifamesti meðlimur ríkisstjórnarinnar. 28.12.2004 00:01
Fólk sniðgangi kosningarnar Osama bin Laden virðist hafa hvatt til þess að Írakar sniðgangi kosningarnar sem eiga að fara fram í næsta mánuði. Hljóðupptaka sem sögð er frá bin Laden er komin fram þar sem hann ber meðal annars lof á Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Kaída í Írak, og styður uppreisn súnníta í Írak. 28.12.2004 00:01
Flugskeyti grandaði bíl á Gasa Flugskeyti Ísraelshers grandaði bíl í borginni Kan Younis á Gasa-ströndinni fyrir stundu. Palestínskir skæruliðar voru á ferð í bílnum og sluppu þeir nánast ómeiddir að sögn sjónarvotta. Vegfarendur í grennd slösuðust lítillega. 28.12.2004 00:01
Dæmdir fyrir njósnir í Kína Fjórir Taívanbúar hafa verið handteknir í Kína og dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Fólkið er á aldrinum 26-63 ára. Að auki var einn Kínverji dæmdur fyrir að aðstoða við njósnirnar. 28.12.2004 00:01
Óttast að 55.000 hafi látist Staðfest hefur verið að 36.900 fórust í hamförunum í Suðaustur-Asíu á sunnudag. Tuga þúsunda er saknað og óttast er að ekki færri en 55.000 hafi farist. 28.12.2004 00:01
200 Svíar taldir af Allt að 200 Svíar eru taldir vera meðal þeirra sem fórust á Taílandi. Fjöldi Norðurlandabúa var á ferðamannasvæðum þar sem nánast enginn hefur fundist á lífi. Sjónarvottar segja þúsundir ferðamanna hafa farist. 28.12.2004 00:01
Óttast leka úr kjarnorkuveri Ótti við leka úr kjarnorkuveri í nágrenni Kelambakkam á Suður-Indlandi hamlar þar hjálparstarfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar og segir þar að systurfélag þess, Social Action Movement, séu einu hjálparsamtökin sem hafi komið fórnarlömbum flóðbylgnanna þar til aðstoðar. 28.12.2004 00:01
Hátt í 50 þúsund hafa látist Hátt í fimmtíu þúsund manns hafa farist í náttúruhamförunum í Asíu og er óttast við að sú tala eigi enn eftir að hækka. Allar tölur eru enn á reiki en stjórnvöld á hamfararsvæðunum telja að allt að 57 þúsund gætu hafa týnt lífi. Enn er ekki vitað um afdrif 15 Íslendinga sem vitað er að voru á þessum slóðum. 28.12.2004 00:01
370 milljónir frá páfagarði Páfagarður hefur safnað sex milljónum dollara, um 370 milljónum íslenskra króna, sem ætlað er að veita í neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb flóðanna í Suðaustur-Asíu. Jóhannes Páll páfi kallaði á aðstoð alþjóðasamfélagsins strax á sunnudag þegar tala látinna var aðeins um 3000 en hún er nú komin yfir 50 þúsund og fer hækkandi. 28.12.2004 00:01
Sjúkdómar geta lagt eins marga Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að sjúkdómar í kjölfar hamfaranna í Asíu geti lagt eins marga að velli og hamfarirnar sjálfar. David Nabarro, sem er háttsettur innan stofnunarinnar, segir það skipta gríðarmiklu máli að koma lyfjum, læknishjálp og vatni til hamfarasvæðanna sem fyrst, áður en sjúkdómar ná að gjósa upp. 28.12.2004 00:01
Langflestir frá Norðurlöndum Langflestir þeirra ferðamanna sem saknað er af hamfarasvæðunum í Asíu komu frá Norðurlöndum. Um fimmtán hundruð Svía er saknað og ekki er vitað <font size="2"></font>um afdrif sex hundruð Norðmanna. 28.12.2004 00:01
Tala látinna komin í 60 þúsund Sextíu þúsund manns hafa fundist látnir eftir flóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu. Óttast er að jafnmargir eða fleiri kunni að látast af völdum smitsjúkdóma vegna hörmunganna. 28.12.2004 00:01
Umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar Þjóðir heims hafa lagst á eitt til að lina þjáningar þeirra sem lentu í hamförunum við Bengalflóa. Mikið verk er framundan enda er neyðin sár 28.12.2004 00:01
43 féllu í Írak Alls féllu 43 fyrir hendi íraskra andspyrnumanna í gær. Af hinum föllnu voru flestir lögreglumenn. Árásirnar voru gerðar aðeins degi eftir að stærsti stjórnmálaflokkur súnní-múslima ákvað að bjóða ekki fram í kosningunum í janúar vegna stigvaxandi ofbeldis. 28.12.2004 00:01
Tjónið á lífríkinu óverulegt Náttúrufar og dýralíf er óvíða fjölbreyttara en á þeim slóðum sem jarðskjálftinn og flóðbylgjurnar dundu yfir á sunnudaginn. Að mati sjávarlíffræðings sem vel þekkir til á svæðinu eru litlar líkur á að verulegt tjón hafi orðið á lífríkinu í Indlandshafi vegna hamfaranna. 28.12.2004 00:01
Óvissu eytt og fólki létt "Fólki er greinilega létt og fegið að óvissunni hefur verið eytt og vill bara snúa sér aftur að daglegu lífi," segir Urður Gunnarsdóttir talsmaður kosningaeftirlits ÖSE í Úkraínu um nýafstaðnar kosningar þar. 28.12.2004 00:01
Vonarskíma í myrkrinu Það þykir kraftaverki líkast að 20 daga gamalt stúlkubarn skuli hafa komist lífs af í Malasíu eftir að skjálftinn reið yfir, en það fannst á fljótandi dýnu og var komið heilu og höldnu til foreldra sinna. 28.12.2004 00:01
Brýnt að bæta samskipti við Rússa Viktor Júsjenko, sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu, segir að sitt fyrsta verk sem forseti landsins verði að fara til Moskvu og reyna að bæta samskipti Úkraínu og Rússlands. Júsjenko segir að samskipti ríkjanna hafi verið "afmynduð" af úkraínskum viðskiptaklíkum. 28.12.2004 00:01
Flóðið rótaði upp jarðsprengjum Flóðbylgjan sem skall á Sri Lanka hefur rótað upp jarðsprengjum og dreift um víðfeðmt svæði og ógnar öryggi þeirra sem lifðu hörmungarnar af og reyna að komast aftur til síns heima sem og hjálparstarfsmönnum á svæðinu. 28.12.2004 00:01
Búsifjar mestar á Sri Lanka Efnahagslegar búsifjar af völdum flóðbylgjunnar á Indlandshafi verða mestar á Sri Lanka og á Maldíveyjum að mati hagfræðinga í Asíu. Þeir segja að flóðbylgjan muni ekki hafa varanlegar efnahagslegar afleiðingar í Indónesíu, Indlandi, Taílandi og Malasíu, því skemmdirnar séu ekki miklar í ljósi stærðar landanna. 28.12.2004 00:01
24 Norðurlandabúar látnir Að minnsta kosti 24 Norðurlandabúar hafa látist í flóðbylgjunum í Suðaustur-Asíu og óttast er um afdrif fjölda annarra sem er saknað. Af hinum látnu eru tíu Norðmenn, níu Svíar, þrír Danir og tveir Finnar. 28.12.2004 00:01
Bylgjan hreif lest af teinum sínum Rúmlega þúsund farþegar í lest meðfram strönd Indónesíu fórust þegar flóðbylgjan skall á land og hreif lestarvagnana með sér af teinunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Indónesíu var lestin stöðvuð á sunnudagsmorgun skömmu áður en bylgjan gekk á land 28.12.2004 00:01
Hættuviðvörun slegið á frest Veðurstofa Taílands er borin þungum sökum af embættismönnum. Taílensk yfirvöld munu skipa óháða nefnd sem á að rannsaka hvort veðurstofa landsins hafi frestað viðvörun vegna flóða. </font /></b /> 28.12.2004 00:01
Ellefu Íslendingar enn ófundnir Utanríkisráðuneytinu hefur ekki tekist að hafa uppi á ellefu Íslendingum sem leitað er að í Asíu. Talið er að ríflega 50 þúsund hafi farist í náttúruhamförunum. Umfangsmestu neyðaraðstoð allra tíma hrint í framkvæmd. 28.12.2004 00:01
Flestir hafa látist í Kína Jarðskjálftinn í Indónesíu á sunnudaginn sem varð að minnsta kosti 55 þúsund manns að bana í Asíu og Afríku er eins og staðan er í dag níundi mannskæðasti jarðskjálftinn frá því árið 1900. Mannskæðasti skjálftinn á síðustu öld var sumarið 1976 í borginni Tangshan í norðausturhluta Kína. Þá létust um 255 þúsund manns. 28.12.2004 00:01
Níu látnir og 40 særðir í Bagdad Að minnsta kosti níu menn fórust og fjörutíu særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar helsta stjórnmálaflokks sjíta í Bagdad í Írak í morgun. Flokkurinn var stofnaður í stjórnartíð Saddams Husseins og voru leiðtogar hans í útlegð þar til Saddam var steypt af stóli. 27.12.2004 00:01
17 þúsund látnir og fer fjölgandi Yfir sautján þúsund manns hafa látist í kjölfar jarðskjálftans í Suðaustur-Asíu í gær. Skjálftinn og flóðbylgjurnar sem hann olli eru mesta náttúruhamfarir á þessari öld. Búast má við því að tala látinna haldi áfram að hækka. Hundruð þúsundir manna hafa misst heimili sín og óttast menn nú að hungursneyð og farsóttir kunni að brjótast út á svæðinu. 27.12.2004 00:01
Enn óvissa um afdrif Íslendinga Enn er lítið eða ekkert vitað um afdrif fjörutíu til fimmtíu Íslendinga sem eru á hörmungarsvæðunum í Suðaustur-Asíu. Neyðarvakt var hjá utanríkisráðuneytinu fram yfir miðnætti en þá dró verulega úr hringingum. 27.12.2004 00:01
Júsjenko lýsir yfir sigri Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júsjenko lýsti í nótt yfir sigri í forsetakosningunum í Úkraínu. Júsenkó sagði að með sigri sínum væri hafið nýtt skeið í stjórnmálasögu landsins. Búið er að telja um níutíu prósent atkvæða og segja embættismenn að Júsenkó hafi óvinnandi forskot á andstæðing sinn, Viktor Janúkovítsj. 27.12.2004 00:01
Ísraelar byrjaðir að sleppa föngum Ísraelsmenn byrjuðu í morgun að láta lausa þá hundrað fimmtíu og níu fanga sem þeir ætla að sleppa til þess að sýna samningsvilja við nýja stjórnendur í Palestínu. Hundrað og þrettán af föngunum voru að afplána sakir fyrir að ógna öryggi Ísraels að mati Ísraelsmanna og fjörutíu og sex fyrir að hafa komið ólöglega til landsins. 27.12.2004 00:01
23.500 látnir á hamfarasvæðunum 23.500 manns hafa látist í kjölfar jarðskjálftans í Suðaustur-Asíu í gær samkvæmt Sky-sjónvarpsstöðinni. Mannfallið er mest á Sri Lanka en þar eru rúmlega 10 þúsund manns taldir af. Vitað er um a.m.k. fimm Norðmenn, þrjá Dani og tvo Svía sem létust í hamförunum. </font /></font /> 27.12.2004 00:01
Banvæn gassprenging í Frakklandi Tíu fórust og fjórtán slösuðust þegar öflug gassprenging varð í húsi í borginni Mulhouse í Frakklandi í gær. Níu er saknað eftir sprenginguna og er enn leitað í rústum hússins sem hrundi eftir að sprengingin varð. 27.12.2004 00:01
Stærsti flokkur súnníta hættur við Stærsti flokkur súnníta í Írak hefur hætt við þátttöku í kosningunum sem fram eiga að fara þann 30. janúar næstkomandi. Talsmenn flokksins segja að ekki hafi verið orðið við kröfum sem flokkurinn setti fram og setti sem skilyrði fyrir þátttöku. Flokksmenn eru þrátt fyrir þetta ekki hvattir til að sniðganga kosningarnar. 27.12.2004 00:01
Óttast að farsóttir breiðist út Yfir tuttugu og eitt þúsund manns eru taldir af eftir flóðin og jarðskjálftana í Suðaustur-Asíu í gær. Óttast er að farsóttir breiðist nú út en flóðavatn mengar vatnsból og lík þeirra sem fórust rotna á víðavangi. Þúsundir hafa verið grafnar í fjöldagröfum og með öllu er óljóst hverjir þar liggja. 27.12.2004 00:01
Júsjenko sigurvegari kosninganna Viktor Júsjenko bar sigurorð af keppinaut sínum, forsætisráðherranum Viktor Janúkovítsj, í forsetakosningum í Úkraínu í gær. Svo virðist sem þessi umferð hafi farið fram án kosningasvindls. 27.12.2004 00:01
Alnæmissmituðum fjölgar í Danmörku Fleiri karlar hafa greinst með alnæmissmit í Danmörku í ár en greinst hafa á ári síðustu tólf árin. Sérfræðingar í heilbrigðismálum telja að þetta megi rekja til þess að menn séu orðnir kærulausari en áður, ekki síst vegna þess árangurs sem náðst hefur í baráttunni við sjúkdóminn með lyfjagjöfum. 27.12.2004 00:01
Fjöldi Evrópubúa fórst í flóðunum Engar fregnir hafa enn borist af 37 Íslendingum sem vitað var að voru á þeim svæðum sem hamfarirnar gengu yfir í Suðaustur-Asíu í gær, langflestir í Taílandi. Fjölmargir Evrópubúar eru á meðal hinna látnu, t.a.m. ellefu Ítalir, að minnsta kosti tíu Svíar, fjórir Bretar og þrír Frakkar. 27.12.2004 00:01