Erlent

Rúmlega átta hundruð hermenn féllu

Alls hafa 1.324 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því að stríðið hófst í mars í fyrra og 9981 særst samkvæmt upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Af hinum særðu sneru 4680 aftur til skyldustarfa innan viku frá því þeir særðust. Á þessu ári hafa rúmlega 800 hermenn fallið í Írak. Síðan Saddam Hussein var handtekinn 13. desember í fyrra hafa 862 bandarískir hermenn fallið, en 462 hafa látið lífið síðan íraska bráðabirgðastjórnin tók við völdum í júní á þessu ári. Erfiðara er að meta fjölda fallinna óbreyttra borgara, en bandarísk yfirvöld hafa ekki haldið utan um þær tölur. Rannsóknarverkefnið Iraq Body Count hefur reynt að meta hversu margir óbreyttir borgarar hafa látið lífið og samkvæmt því hafa 14,927 til 17,124 óbreyttir borgarar látið lífið síðan stríðið hófst. Skálmöldinni er langt frá því lokið og mun að öllum líkindum færast í aukana eftir því sem nær dregur kosningum í janúar. Undangengna daga hafa nokkrir tugir Íraka, flestir lögreglumenn, fallið fyrir hendi andspyrnumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×