Erlent

Aðsúgur gerður að ráðherra

Íbúar í norðurhluta Srí Lanka gerður aðsúg að Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra landsins, þegar hann kom á svæðið til að bera eyðilegginguna af völdum flóðsins augum. Fólkið hafði verið að segja ráðherranum frá vandræðum sínum og hvað það skorti helst þegar tilkynning barst úr hátalarakerfi þar sem fólk var beðið um að tala ekki við hann. Við það færðist talsverður órói í fólk og það gerði hróp að forsætisráðherranum og sagði honum að fara af svæðinu sem hann gerði eftir að fólk réðst á blaðamann og hermann með spýtum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×