Sósíalistum bolað úr Bolholti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2025 19:14 Nýkjörinni stjórn Sósíalistaflokksins hefur verið gert að flytja úr húsnæði Vorstjörnunnar í Bolholti. Sósíalistaflokkur Íslands Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira