Fleiri fréttir Sharon og Arafat fara halloka Ariel Sharon og Jassir Arafat virðast báðir standa höllum fæti eftir pólitísk átök við eigin bandamenn undanfarna daga. Stjórnarslit og nýjar kosningar virðast óumflýjanlegar í Ísrael og palestínska þingið frestaði í dag fundi í mótmælaskyni við Arafat. 19.8.2004 00:01 Stórar sprengingar í Najaf Að minnsta tíu stórar sprengingar urðu í írösku borginni Najaf í gærkvöld, stuttu eftir að Ayad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sendi sjíaklerknum Muqtada al-Sadr lokaákall um að afvopnast. 19.8.2004 00:01 Mikil spenna í Najaf Mikil spenna ríkir í Najaf í Írak eftir að harðlínuklerkurinn Muqtada al Sadr neitaði að eiga fund með sendinefnd írakskra stjórnmála- og trúarleiðtoga í gær. 18.8.2004 00:01 Olíuverð nær enn hámarki Olíuverð náði enn á ný nýju hámarki í gær þegar verð á hráolíufati náði fjörutíu og sjö dollurum. Ástæða hækkunarinnar er sú að hátt eldsneytisverð hefur ekki enn haft áhrif á efnahagslíf í Bandaríkjunum og því telja sérfræðingar að eldsneytisþörf þar muni ekki minnka með þeim afleiðingum að verð lækki. 18.8.2004 00:01 Fimm fórust í Gasa-borg Fimm fórust í árás Ísraelshers í Gasa-borg snemma í morgun. Árásin var gerð á svæði þar sem íslamskir öfgamenn eiga sér bakland og eru þeir sem féllu sagðir hryðjuverkamenn. Að auki liggja sjö alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. 18.8.2004 00:01 Hryðjuverkamenn fyrir dóm Átta hryðjuverkamenn, sem lögreglan í Bretlandi hefur haft í haldi í tvær vikur og voru í gær ákærðir fyrir að eiga aðild að morðum, koma fyrir dóm í dag. Þrír mannanna eru einnig ákærðir fyrir að hafa undir höndum gögn sem tengjast fyrirætluðum hryðjuverkum á fjármálafyrirtæki í New York, Washington og New Jersey. 18.8.2004 00:01 Tilræði við Blair og Berlusconi? Lögreglan á Ítalíu aftengdi í morgun sprengju nálægt sumarhúsi Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu. Aðeins fáeinum klukkustundum áður hafði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, yfirgefið sumarhúsið en hann var þar í heimsókn ásamt konu sinni, Cherrie. 18.8.2004 00:01 Handteknir vegna fylgis við páfa Átta rómversk-kaþólskir prestar hafa verið handteknir í Kína. Handtökurnar eru hluti herferðar kínverskra stjórnvalda gegn þeim sem hliðhollir eru páfa en Kínverjar rufu öll tengsl við Páfagarð árið 1950 og hafa síðan bannað aðrar kaþólskar kirkjur en þá sem stjórnvöld komu sjálf á fót. 18.8.2004 00:01 Fá nokkurra klukkustunda frest Varnarmálaráðherra Íraks segir skæruliða harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs hafa nokkurra klukkustunda frest til þess að leggja niður vopn og gefast upp. Að öðrum kosti megi þeir eiga von á ærlegri ráðningu. Ráðherrann segir að hersveitir yfirvalda og Bandaríkjahers séu reiðubúnar að láta til skarar skríða gegn skæruliðasveitunum. 18.8.2004 00:01 Olíuverð aldrei hærra Metverð fékkst fyrir olíufatið í gær, fjörutíu og sjö dollarar. Sérfræðingar sjá engin teikn um verðhjöðnun á næstunni og víða um heim er stefnt að neyðaraðgerðum til að draga úr eldsneytisnotkun. 18.8.2004 00:01 Fólksfjölgun næstu áratugi Fólksfjölgun er spáð um allan heim næstu áratugi nema í Evrópu. Ísland er þó undantekning hér á landi er gert ráð fyrir fjölgun um tuttugu og tvö prósent. 18.8.2004 00:01 Friðarumleitanir út um þúfur Harðir bardagar geisa í hinni helgu borg Najaf. Friðarumleitanir fóru út um þúfur þegar klerkurinn Muqtada al-Sadr neitaði að hitta friðarsendinefnd í gær. Varnarmálaráðherra Íraks hótar harkalegum viðbrögðum, gefist uppreisnarmenn í borginni ekki upp innan nokkurra stunda. 18.8.2004 00:01 Leita að rúbínum á Grænlandi Kanadískt námufélag hóf nýlega leit að rúbínum á svæðinu við Qeqertarsuatsiaat á Grænlandi. Miklar vonir eru bundnar við verkefnið eftir því sem sagt er frá í grænlenska útvarpinu KNR. 18.8.2004 00:01 Sadr gengst við kröfum stjórnvalda Sjíta klerkurinn Múktada al-Sadr hefur ákveðið að gangast við kröfum stjórnvalda í Írak um að enda uppreisnarástand í borginni Najaf. Bréf frá skrifstofum al-Sadr í Bagdad, var lesið upphátt á ráðstefnu þar í borg þar sem valið verður þjóðarráð Íraka. Þar sagði að hann hefði ákveðið að yfirgefa Imam Ali Moskuna sem hefur verið hersetin í lengri tíma. 18.8.2004 00:01 Náðar 500 fanga Forseti afríkuríkisins Togo hefur náðað 500 fanga til að standa við gefin loforð um bætt mannréttindi í landinu. Togo er fyrrum frönsk nýlenda og eru íbúar um fimm milljónir. Af þeim voru 3200 í fangelsi, nú 2700. 18.8.2004 00:01 Frakki grunaður um hryðjuverk Pólska lögreglan hefur handtekið Frakka sem grunaður er um að hafa verið að skipuleggja meiriháttar hryðjuverk. Saksóknari í borginni Poznan í vesturhluta landsins greindi frá þessu í dag. 18.8.2004 00:01 Skriða í Skotlandi Nokkrir bílar í Skotlandi hafa skolast af vegi í flóðbylgju. Allt að 20 bílar eru fastir í skriðu á svipuðum stað. Tvær þyrlur eru komnar á staðinn en miklar rigningar í Skotlandi virðast hafa hrundið skriðunni af stað. Ekki virðast þó hafa orðið nein dauðsföll í hamförunum. 18.8.2004 00:01 Sadr samþykkir frið Harðlínuklerkurinn Múktada al-Sadr hörfaði í dag ásamt fylgismönnum sínum frá mosku í borginni Najaf og lýsti því yfir að skæruliðasveitir hans ætluðu að leggja niður vopn. Harðir bardagar hafa staðið í helgu borginni Najaf í um hálfan mánuð. 18.8.2004 00:01 Taugaveiklun veldur olíuhækkun Taugaveiklun er talin ein meginástæða síhækkandi olíuverðs. Sérfræðingar segja að verðið á olíufati geti enn hækkað en verðlækkun sé ekki í sjónmáli. Síðdegis var verðið á olíufatinu komið vel yfir 47 dollara og svo virðist sem það sé enn að hækka. 18.8.2004 00:01 Flóð á Englandi Hellirigning olli skyndiflóðum í Cornwall á Englandi síðdegis í gærdag með þeim afleiðingum að bjarga varð tugum manna frá heimilum þeirra, þar sem beljandi straumur umlék þau. Björgunarþyrlur sveimuðu yfir bæjum á svæðinu og björguðu fólki af þökum húsa. 17.8.2004 00:01 Óeirðir í Venesúela Óeirðir brutust út í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær, eftir að ljóst varð að forseti landsins, Hugo Chaves, bar sigur úr bítum í kosningu um hvort reka ætti hann úr embætti. Svo virðist sem bæði andstæðingar og stuðningsmenn Chaves hafi gengið berserksgang í sumum hverfum borgarinnar í gær 17.8.2004 00:01 Sprengikúluregn í Bagdad Uppreisnarmenn skutu sprengikúlum á fjölfarinni götu í Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að minnst fjórir létust og 24 særðust. Áður var talið að bílsprengja hefði sprungið í götunni sem er staðsett í miðborginni. 17.8.2004 00:01 Tvö ný tungl fundust Tvö ný tungl hafa verið uppgötvuð við plánetuna Satúrnus með hjálp Cassini geimfarsins. Tunglin eru um þrjá og fjóra kílómetra að þvermáli og eru í um 200 þúsund kílómetra fjarlægð frá miðju plánetunnar. Þar með eru þekktir fylgihnettir Satúrnusar orðnir 33. Tunglin eru kölluð S/2004 S1 og S/2004 S2, til bráðabirgða en þeir eru staðsettir milli tveggja tungla, Mimas og Enceladus. 17.8.2004 00:01 Gerðir upptækir vegna ölvunar Danska dómsmálaráðuneytið vill gera upptæka bíla þeirra sem aka undir áhrifum áfengis. Dönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af ölvunarakstri, sem er vaxandi vandamál, í landinu. Dómsmálaráðuneytið skipaði nefnd til þess að fjalla um málið og hefur hún nú lagt fram tillögur sem fela í sér stórlega hertar refsingar við ölvunarakstri. 17.8.2004 00:01 Páfinn miðlar málum í Najaf Sjítaklerkurinn Múktada al-Sadr hefur þegið boð Jóhannesar Páls páfa um að miðla málum í átökum uppreisnarmanna og Bandaríkjamanna, í hinni helgu borg Najaf. Boð um milligöngu í þessari deilu barst frá Páfagarði, í gær. 17.8.2004 00:01 15 saknað í Cornwall Fimmtán manna er enn saknað eftir skyndiflóð í Cornwall, í Englandi, síðdegis í gær. Hundruð manna tepptust í flóðunum. Flóðin komu öllum að óvörum, eftir miklar úrhellis rigningar. Vatnsflaumurinn var svo mikill og bráður, að björgunarþyrlur flughersins voru kallaðar út, til aðstoðar. 17.8.2004 00:01 Átta ákærðir fyrir hryðjuverk Átta hryðjuverkamenn, sem lögreglan í Bretlandi hefur haft í haldi í tvær vikur, voru í dag ákærðir fyrir að eiga aðild að morðum og öðrum hryðjuverkaglæpum. Níundi maðurinn var ákærður fyrir ólöglega vopnaeign. Hins vegar var fjórum mönnum sleppt vegna málsins. 17.8.2004 00:01 Þúsund íbúðir á Vesturbakkann Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur fallist á tilboð verktaka um að byggja 1000 nýjar íbúðir á Vesturbakkanum. Málinu hafði verið slegið á frest til þess að styggja ekki Bandaríkjamenn. 17.8.2004 00:01 Stórfyrirtæki loka vegna hótana Nokkur stórfyrirtæki í Nepal hafa hætt starfsemi vegna hótana maóískra uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir nota þess leið til að þrýsta á stjórnvöld að koma á úrbótum varðandi meint arðrán stórfyrirtækja á starfsfólki. 17.8.2004 00:01 19 manns hafa látist vegna Charley Nítján manns hafa þegar verið úrskurðaðir látnir af völdum fellibylsins Charley. Yfir 2000 manns hafast við í tímabundnum skýlum, á meðan reynt er að finna handa þeim húsnæði. Yfir 750 þúsund heimili og fyrirtæki eru án rafmagns á svæðinu og 150 þúsund manns eru án símasambands. 17.8.2004 00:01 Hjartalyf við HIV Hópur lækna á Spáni segir ýmislegt benda til þess að lyf sem notuð eru til þess að meðhöndla hjartasjúkdóma geti hjálpað til við að halda niðri HIV veirunni. Læknarnir gáfu sex HIV smituðum einstaklingum tiltekið hjartalyf í einn mánuð og í ljós kom að styrkleiki veirunnar minnkaði til muna á meðan lyfið var tekið. 17.8.2004 00:01 Kafnaði á poppkorni Þriggja ára drengur lést eftir að hafa borðað poppkorn í kvikmyndahúsi í New York í Bandaríkjunum. 17.8.2004 00:01 Fótboltakappar í verkfall Danskir knattspyrnumenn hófu í gær verkfall og er það í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist í Danmörku. 17.8.2004 00:01 Ákærðir fyrir hryðjuverk Átta grunaðir hryðjuverkamenn hafa verið ákærðir fyrir samsæri um morð og önnur hryðjuverk. Tveir þeirra voru ákærðir fyrir að hafa undir höndum njósnagögn um fjármálastofnanir í New York, Washington og New Jersey í Bandaríkjunum. Níundi maðurinn var handtekinn fyrir ólöglega vopnaeign. 17.8.2004 00:01 Hóta gagnárásum á kjarnorkuver Íranar hóta því að ráðast á kjarnorkuver Ísraela í Negeveyðimörkinni ef Ísraelar ráðast á kjarnorkuver í Íran. 17.8.2004 00:01 Aftur á leið í ferðalag Þrátt fyrir að Jóhannes Páll páfi annar hafi augljóslega verið mjög hrumur á ferðalagi sínu til Lourdes um síðustu helgi kemur það ekki í veg fyrir að næsta ferðalag hans hafi þegar verið skipulagt. 17.8.2004 00:01 Kom upp um eigin morð Smáskilaboð sem átján ára belgísk stúlka sendi föður sínum rétt áður en hún var myrt urðu til þess að upp komst um morðingja hennar. 17.8.2004 00:01 Má hirða fangelsin Fari svo að alríkisdómari taki völdin af Kaliforníu og færi fangelsiskerfi ríkisins undir stjórn alríkisstjórnarinnar virðist einum manni vera alveg sama. Sá heitir Arnold Schwarzenegger og er ríkisstjóri Kaliforníu. 17.8.2004 00:01 Kínverjar missa toppsætið Kínverjar verða ekki lengur fjölmennasta þjóð veraldar þegar öldin er hálfnuð ef ný spá um fólksfjöldaþróun gengur eftir. Samkvæmt henni fjölgar Kínverjum um hundrað milljónir á tímabilinu og verða 1,4 milljarðar árið 2050. Indverjum fjölgar hins vegar mun meira eða um hálfan milljarð og telja 1,6 milljarða um miðja öldina samkvæmt spánni. 17.8.2004 00:01 Schröder ættleiðir Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og eiginkona hans Doris hafa ættleitt þriggja ára gamla rússneska stúlku, að sögn þýskra dagblaða. Bild og Süddeutsche Zeitung greindu frá því í gær að ættleiðingin hefði átt sér stað fyrir nokkrum vikum. Stúlkan heitir Viktoría og býr á heimili þeirra hjóna í Hannover. Fyrir eiga þau hjón þrettán ára dóttur. 17.8.2004 00:01 Ýtt við stjórnvöldum Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda sendinefnd á Vesturbakkann til að rannsaka ólöglegar landnemabyggðir Ísraela á svæðinu. Bandarískir embættismenn hafa lýst óánægju með að Ísraelar skuli ekki vera teknir til við að rífa nokkrar smærri landnemabyggðir langt inni á svæðum Palestínumanna eins og þeir höfðu lofað. 17.8.2004 00:01 Flóðið ruddi öllu á undan sér Gríðarleg rigning hleypti af stað flóðum sem settu allt á annan endann þegar þau ruddust um götur enska bæjarins Boscastle í Cornwall. Fimmtán manns var saknað í gær og hafði ekkert heyrst til þess. Lögregla hélt þó í vonina um að fólkið hefði farið í ferðalag án þess að láta nokkurn vita. 17.8.2004 00:01 Áhorfandi stakk sér í laugina Þrátt fyrir að aldrei hafi verið lagt meira fé í öryggisgæslu á ólympíuleikum en nú tókst kanadískum áhorfanda að stinga sér í sundlaugina þar sem keppni fer fram í Aþenu. 17.8.2004 00:01 Fótbrotinn flóðhestur Nashyrningskálfur, í dýragarði í Berlín, er á batavegi eftir að hafa fótbrotnað þegar móðir hans steig ofan á hann. Það getur verið ókostur að eiga þungavigtarmömmu. Kálfurinn Patnas var aðeins tveggja daga gamall þegar mamman steig óvart ofan á hann, og hann hlaut opið fótbrot. 17.8.2004 00:01 Fischer í það heilaga Japönsk heitkona Bobbys Fischers segir að þau hafi haldið sambandi sínu leyndu, jafnvel fyrir nánustu vinum, þartil hann var handtekinn í Japan, í síðasta mánuði. Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að Bobby Fischer myndi ganga að eiga Míókó Wataí, sem er formaður japanska skáksambandsins 17.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sharon og Arafat fara halloka Ariel Sharon og Jassir Arafat virðast báðir standa höllum fæti eftir pólitísk átök við eigin bandamenn undanfarna daga. Stjórnarslit og nýjar kosningar virðast óumflýjanlegar í Ísrael og palestínska þingið frestaði í dag fundi í mótmælaskyni við Arafat. 19.8.2004 00:01
Stórar sprengingar í Najaf Að minnsta tíu stórar sprengingar urðu í írösku borginni Najaf í gærkvöld, stuttu eftir að Ayad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sendi sjíaklerknum Muqtada al-Sadr lokaákall um að afvopnast. 19.8.2004 00:01
Mikil spenna í Najaf Mikil spenna ríkir í Najaf í Írak eftir að harðlínuklerkurinn Muqtada al Sadr neitaði að eiga fund með sendinefnd írakskra stjórnmála- og trúarleiðtoga í gær. 18.8.2004 00:01
Olíuverð nær enn hámarki Olíuverð náði enn á ný nýju hámarki í gær þegar verð á hráolíufati náði fjörutíu og sjö dollurum. Ástæða hækkunarinnar er sú að hátt eldsneytisverð hefur ekki enn haft áhrif á efnahagslíf í Bandaríkjunum og því telja sérfræðingar að eldsneytisþörf þar muni ekki minnka með þeim afleiðingum að verð lækki. 18.8.2004 00:01
Fimm fórust í Gasa-borg Fimm fórust í árás Ísraelshers í Gasa-borg snemma í morgun. Árásin var gerð á svæði þar sem íslamskir öfgamenn eiga sér bakland og eru þeir sem féllu sagðir hryðjuverkamenn. Að auki liggja sjö alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. 18.8.2004 00:01
Hryðjuverkamenn fyrir dóm Átta hryðjuverkamenn, sem lögreglan í Bretlandi hefur haft í haldi í tvær vikur og voru í gær ákærðir fyrir að eiga aðild að morðum, koma fyrir dóm í dag. Þrír mannanna eru einnig ákærðir fyrir að hafa undir höndum gögn sem tengjast fyrirætluðum hryðjuverkum á fjármálafyrirtæki í New York, Washington og New Jersey. 18.8.2004 00:01
Tilræði við Blair og Berlusconi? Lögreglan á Ítalíu aftengdi í morgun sprengju nálægt sumarhúsi Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu. Aðeins fáeinum klukkustundum áður hafði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, yfirgefið sumarhúsið en hann var þar í heimsókn ásamt konu sinni, Cherrie. 18.8.2004 00:01
Handteknir vegna fylgis við páfa Átta rómversk-kaþólskir prestar hafa verið handteknir í Kína. Handtökurnar eru hluti herferðar kínverskra stjórnvalda gegn þeim sem hliðhollir eru páfa en Kínverjar rufu öll tengsl við Páfagarð árið 1950 og hafa síðan bannað aðrar kaþólskar kirkjur en þá sem stjórnvöld komu sjálf á fót. 18.8.2004 00:01
Fá nokkurra klukkustunda frest Varnarmálaráðherra Íraks segir skæruliða harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs hafa nokkurra klukkustunda frest til þess að leggja niður vopn og gefast upp. Að öðrum kosti megi þeir eiga von á ærlegri ráðningu. Ráðherrann segir að hersveitir yfirvalda og Bandaríkjahers séu reiðubúnar að láta til skarar skríða gegn skæruliðasveitunum. 18.8.2004 00:01
Olíuverð aldrei hærra Metverð fékkst fyrir olíufatið í gær, fjörutíu og sjö dollarar. Sérfræðingar sjá engin teikn um verðhjöðnun á næstunni og víða um heim er stefnt að neyðaraðgerðum til að draga úr eldsneytisnotkun. 18.8.2004 00:01
Fólksfjölgun næstu áratugi Fólksfjölgun er spáð um allan heim næstu áratugi nema í Evrópu. Ísland er þó undantekning hér á landi er gert ráð fyrir fjölgun um tuttugu og tvö prósent. 18.8.2004 00:01
Friðarumleitanir út um þúfur Harðir bardagar geisa í hinni helgu borg Najaf. Friðarumleitanir fóru út um þúfur þegar klerkurinn Muqtada al-Sadr neitaði að hitta friðarsendinefnd í gær. Varnarmálaráðherra Íraks hótar harkalegum viðbrögðum, gefist uppreisnarmenn í borginni ekki upp innan nokkurra stunda. 18.8.2004 00:01
Leita að rúbínum á Grænlandi Kanadískt námufélag hóf nýlega leit að rúbínum á svæðinu við Qeqertarsuatsiaat á Grænlandi. Miklar vonir eru bundnar við verkefnið eftir því sem sagt er frá í grænlenska útvarpinu KNR. 18.8.2004 00:01
Sadr gengst við kröfum stjórnvalda Sjíta klerkurinn Múktada al-Sadr hefur ákveðið að gangast við kröfum stjórnvalda í Írak um að enda uppreisnarástand í borginni Najaf. Bréf frá skrifstofum al-Sadr í Bagdad, var lesið upphátt á ráðstefnu þar í borg þar sem valið verður þjóðarráð Íraka. Þar sagði að hann hefði ákveðið að yfirgefa Imam Ali Moskuna sem hefur verið hersetin í lengri tíma. 18.8.2004 00:01
Náðar 500 fanga Forseti afríkuríkisins Togo hefur náðað 500 fanga til að standa við gefin loforð um bætt mannréttindi í landinu. Togo er fyrrum frönsk nýlenda og eru íbúar um fimm milljónir. Af þeim voru 3200 í fangelsi, nú 2700. 18.8.2004 00:01
Frakki grunaður um hryðjuverk Pólska lögreglan hefur handtekið Frakka sem grunaður er um að hafa verið að skipuleggja meiriháttar hryðjuverk. Saksóknari í borginni Poznan í vesturhluta landsins greindi frá þessu í dag. 18.8.2004 00:01
Skriða í Skotlandi Nokkrir bílar í Skotlandi hafa skolast af vegi í flóðbylgju. Allt að 20 bílar eru fastir í skriðu á svipuðum stað. Tvær þyrlur eru komnar á staðinn en miklar rigningar í Skotlandi virðast hafa hrundið skriðunni af stað. Ekki virðast þó hafa orðið nein dauðsföll í hamförunum. 18.8.2004 00:01
Sadr samþykkir frið Harðlínuklerkurinn Múktada al-Sadr hörfaði í dag ásamt fylgismönnum sínum frá mosku í borginni Najaf og lýsti því yfir að skæruliðasveitir hans ætluðu að leggja niður vopn. Harðir bardagar hafa staðið í helgu borginni Najaf í um hálfan mánuð. 18.8.2004 00:01
Taugaveiklun veldur olíuhækkun Taugaveiklun er talin ein meginástæða síhækkandi olíuverðs. Sérfræðingar segja að verðið á olíufati geti enn hækkað en verðlækkun sé ekki í sjónmáli. Síðdegis var verðið á olíufatinu komið vel yfir 47 dollara og svo virðist sem það sé enn að hækka. 18.8.2004 00:01
Flóð á Englandi Hellirigning olli skyndiflóðum í Cornwall á Englandi síðdegis í gærdag með þeim afleiðingum að bjarga varð tugum manna frá heimilum þeirra, þar sem beljandi straumur umlék þau. Björgunarþyrlur sveimuðu yfir bæjum á svæðinu og björguðu fólki af þökum húsa. 17.8.2004 00:01
Óeirðir í Venesúela Óeirðir brutust út í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær, eftir að ljóst varð að forseti landsins, Hugo Chaves, bar sigur úr bítum í kosningu um hvort reka ætti hann úr embætti. Svo virðist sem bæði andstæðingar og stuðningsmenn Chaves hafi gengið berserksgang í sumum hverfum borgarinnar í gær 17.8.2004 00:01
Sprengikúluregn í Bagdad Uppreisnarmenn skutu sprengikúlum á fjölfarinni götu í Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að minnst fjórir létust og 24 særðust. Áður var talið að bílsprengja hefði sprungið í götunni sem er staðsett í miðborginni. 17.8.2004 00:01
Tvö ný tungl fundust Tvö ný tungl hafa verið uppgötvuð við plánetuna Satúrnus með hjálp Cassini geimfarsins. Tunglin eru um þrjá og fjóra kílómetra að þvermáli og eru í um 200 þúsund kílómetra fjarlægð frá miðju plánetunnar. Þar með eru þekktir fylgihnettir Satúrnusar orðnir 33. Tunglin eru kölluð S/2004 S1 og S/2004 S2, til bráðabirgða en þeir eru staðsettir milli tveggja tungla, Mimas og Enceladus. 17.8.2004 00:01
Gerðir upptækir vegna ölvunar Danska dómsmálaráðuneytið vill gera upptæka bíla þeirra sem aka undir áhrifum áfengis. Dönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af ölvunarakstri, sem er vaxandi vandamál, í landinu. Dómsmálaráðuneytið skipaði nefnd til þess að fjalla um málið og hefur hún nú lagt fram tillögur sem fela í sér stórlega hertar refsingar við ölvunarakstri. 17.8.2004 00:01
Páfinn miðlar málum í Najaf Sjítaklerkurinn Múktada al-Sadr hefur þegið boð Jóhannesar Páls páfa um að miðla málum í átökum uppreisnarmanna og Bandaríkjamanna, í hinni helgu borg Najaf. Boð um milligöngu í þessari deilu barst frá Páfagarði, í gær. 17.8.2004 00:01
15 saknað í Cornwall Fimmtán manna er enn saknað eftir skyndiflóð í Cornwall, í Englandi, síðdegis í gær. Hundruð manna tepptust í flóðunum. Flóðin komu öllum að óvörum, eftir miklar úrhellis rigningar. Vatnsflaumurinn var svo mikill og bráður, að björgunarþyrlur flughersins voru kallaðar út, til aðstoðar. 17.8.2004 00:01
Átta ákærðir fyrir hryðjuverk Átta hryðjuverkamenn, sem lögreglan í Bretlandi hefur haft í haldi í tvær vikur, voru í dag ákærðir fyrir að eiga aðild að morðum og öðrum hryðjuverkaglæpum. Níundi maðurinn var ákærður fyrir ólöglega vopnaeign. Hins vegar var fjórum mönnum sleppt vegna málsins. 17.8.2004 00:01
Þúsund íbúðir á Vesturbakkann Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur fallist á tilboð verktaka um að byggja 1000 nýjar íbúðir á Vesturbakkanum. Málinu hafði verið slegið á frest til þess að styggja ekki Bandaríkjamenn. 17.8.2004 00:01
Stórfyrirtæki loka vegna hótana Nokkur stórfyrirtæki í Nepal hafa hætt starfsemi vegna hótana maóískra uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir nota þess leið til að þrýsta á stjórnvöld að koma á úrbótum varðandi meint arðrán stórfyrirtækja á starfsfólki. 17.8.2004 00:01
19 manns hafa látist vegna Charley Nítján manns hafa þegar verið úrskurðaðir látnir af völdum fellibylsins Charley. Yfir 2000 manns hafast við í tímabundnum skýlum, á meðan reynt er að finna handa þeim húsnæði. Yfir 750 þúsund heimili og fyrirtæki eru án rafmagns á svæðinu og 150 þúsund manns eru án símasambands. 17.8.2004 00:01
Hjartalyf við HIV Hópur lækna á Spáni segir ýmislegt benda til þess að lyf sem notuð eru til þess að meðhöndla hjartasjúkdóma geti hjálpað til við að halda niðri HIV veirunni. Læknarnir gáfu sex HIV smituðum einstaklingum tiltekið hjartalyf í einn mánuð og í ljós kom að styrkleiki veirunnar minnkaði til muna á meðan lyfið var tekið. 17.8.2004 00:01
Kafnaði á poppkorni Þriggja ára drengur lést eftir að hafa borðað poppkorn í kvikmyndahúsi í New York í Bandaríkjunum. 17.8.2004 00:01
Fótboltakappar í verkfall Danskir knattspyrnumenn hófu í gær verkfall og er það í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist í Danmörku. 17.8.2004 00:01
Ákærðir fyrir hryðjuverk Átta grunaðir hryðjuverkamenn hafa verið ákærðir fyrir samsæri um morð og önnur hryðjuverk. Tveir þeirra voru ákærðir fyrir að hafa undir höndum njósnagögn um fjármálastofnanir í New York, Washington og New Jersey í Bandaríkjunum. Níundi maðurinn var handtekinn fyrir ólöglega vopnaeign. 17.8.2004 00:01
Hóta gagnárásum á kjarnorkuver Íranar hóta því að ráðast á kjarnorkuver Ísraela í Negeveyðimörkinni ef Ísraelar ráðast á kjarnorkuver í Íran. 17.8.2004 00:01
Aftur á leið í ferðalag Þrátt fyrir að Jóhannes Páll páfi annar hafi augljóslega verið mjög hrumur á ferðalagi sínu til Lourdes um síðustu helgi kemur það ekki í veg fyrir að næsta ferðalag hans hafi þegar verið skipulagt. 17.8.2004 00:01
Kom upp um eigin morð Smáskilaboð sem átján ára belgísk stúlka sendi föður sínum rétt áður en hún var myrt urðu til þess að upp komst um morðingja hennar. 17.8.2004 00:01
Má hirða fangelsin Fari svo að alríkisdómari taki völdin af Kaliforníu og færi fangelsiskerfi ríkisins undir stjórn alríkisstjórnarinnar virðist einum manni vera alveg sama. Sá heitir Arnold Schwarzenegger og er ríkisstjóri Kaliforníu. 17.8.2004 00:01
Kínverjar missa toppsætið Kínverjar verða ekki lengur fjölmennasta þjóð veraldar þegar öldin er hálfnuð ef ný spá um fólksfjöldaþróun gengur eftir. Samkvæmt henni fjölgar Kínverjum um hundrað milljónir á tímabilinu og verða 1,4 milljarðar árið 2050. Indverjum fjölgar hins vegar mun meira eða um hálfan milljarð og telja 1,6 milljarða um miðja öldina samkvæmt spánni. 17.8.2004 00:01
Schröder ættleiðir Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og eiginkona hans Doris hafa ættleitt þriggja ára gamla rússneska stúlku, að sögn þýskra dagblaða. Bild og Süddeutsche Zeitung greindu frá því í gær að ættleiðingin hefði átt sér stað fyrir nokkrum vikum. Stúlkan heitir Viktoría og býr á heimili þeirra hjóna í Hannover. Fyrir eiga þau hjón þrettán ára dóttur. 17.8.2004 00:01
Ýtt við stjórnvöldum Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda sendinefnd á Vesturbakkann til að rannsaka ólöglegar landnemabyggðir Ísraela á svæðinu. Bandarískir embættismenn hafa lýst óánægju með að Ísraelar skuli ekki vera teknir til við að rífa nokkrar smærri landnemabyggðir langt inni á svæðum Palestínumanna eins og þeir höfðu lofað. 17.8.2004 00:01
Flóðið ruddi öllu á undan sér Gríðarleg rigning hleypti af stað flóðum sem settu allt á annan endann þegar þau ruddust um götur enska bæjarins Boscastle í Cornwall. Fimmtán manns var saknað í gær og hafði ekkert heyrst til þess. Lögregla hélt þó í vonina um að fólkið hefði farið í ferðalag án þess að láta nokkurn vita. 17.8.2004 00:01
Áhorfandi stakk sér í laugina Þrátt fyrir að aldrei hafi verið lagt meira fé í öryggisgæslu á ólympíuleikum en nú tókst kanadískum áhorfanda að stinga sér í sundlaugina þar sem keppni fer fram í Aþenu. 17.8.2004 00:01
Fótbrotinn flóðhestur Nashyrningskálfur, í dýragarði í Berlín, er á batavegi eftir að hafa fótbrotnað þegar móðir hans steig ofan á hann. Það getur verið ókostur að eiga þungavigtarmömmu. Kálfurinn Patnas var aðeins tveggja daga gamall þegar mamman steig óvart ofan á hann, og hann hlaut opið fótbrot. 17.8.2004 00:01
Fischer í það heilaga Japönsk heitkona Bobbys Fischers segir að þau hafi haldið sambandi sínu leyndu, jafnvel fyrir nánustu vinum, þartil hann var handtekinn í Japan, í síðasta mánuði. Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að Bobby Fischer myndi ganga að eiga Míókó Wataí, sem er formaður japanska skáksambandsins 17.8.2004 00:01