Erlent

Kafnaði á poppkorni

Þriggja ára drengur lést eftir að hafa borðað poppkorn í kvikmyndahúsi í New York í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hafði öll verið að borða poppkorn þegar móðir drengsins tók eftir því að hann náði ekki andanum. Foreldrarnir þustu með drenginn út úr salnum og reyndu að bjarga honum. "Ég reyndi að setja puttann niður í háls hans en fann ekkert," sagði Eddie Riley, faðir drengsins. Lögregla kom á vettvang og reyndi að bjarga drengnum en án árangurs. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×