Erlent

Olíuverð nær enn hámarki

Olíuverð náði enn á ný nýju hámarki í gær þegar verð á hráolíufati náði fjörutíu og sjö dollurum. Ástæða hækkunarinnar er sú að hátt eldsneytisverð hefur ekki enn haft áhrif á efnahagslíf í Bandaríkjunum og því telja sérfræðingar að eldsneytisþörf þar muni ekki minnka með þeim afleiðingum að verð lækki. Víða annars staðar er áhrifa þessa háa verðs farið að gæta. Til að mynda hyggjast nokkur Asíuríki grípa til aðgerða til að draga úr eldsneytisnotkun og -eftirspurn. Sérfræðingar á olíumörkuðum telja að OPEC-ríkin geti ekki framleitti meiri olíu eins og þau hafa lofað og því muni verðið haldast hátt enn um hríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×