Erlent

Fimm fórust í Gasa-borg

Fimm fórust í árás Ísraelshers í Gasa-borg snemma í morgun. Árásin var gerð á svæði þar sem íslamskir öfgamenn eiga sér bakland og eru þeir sem féllu sagðir hryðjuverkamenn. Að auki liggja sjö alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna lifði árásina af. Húnn var gerð nokkrum stundum áður en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, þarf að kljást við óánægða flokksmenn sem eru ósáttir við hugmyndir hans um brotthvarf frá Gasa-ströndinni. Búist er við því að harðlínumenn innan flokksins reyni sitt ítrasta til að koma í veg fyrir samsteypustjórn með Verkamannaflokknum en leiðtogar hans vilja að horfið verði frá Gasa hið fyrsta. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Á myndinni sjást Palestínumenn krefjast frelsun palestínskra fanga sem haldið er föngnum í Ísrael. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×