Erlent

Fischer í það heilaga

Japönsk heitkona Bobbys Fischers segir að þau hafi haldið sambandi sínu leyndu, jafnvel fyrir nánustu vinum, þartil hann var handtekinn í Japan, í síðasta mánuði. Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að Bobby Fischer myndi ganga að eiga Míókó Wataí, sem er formaður japanska skáksambandsins, enda fer ekki miklum sögum af kvennamálum skáksnillingsins. Míókó Wataí fullyrðir þó að samband þeirra hafi staðið í mörg ár. Það breytir ekki lagalegri stöðu Bobbys þótt hann kvænist japönskum ríkisborgara. Japanska ríkisstjórnin getur eftir sem áður framselt hann, til Bandaríkjanna, þar sem hans bíður tíu ára fangelsi, fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu, með því að heyja þar skákeinvígi við Boris Spassky, árið 1992.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×