Erlent

Fótboltakappar í verkfall

Danskir knattspyrnumenn hófu í gær verkfall og er það í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist í Danmörku. Eftir fimm lotur í samningaviðræðum og samanlagt 55 klukkustunda viðræður töldu forsvarsmenn leikmanna ekki aðrar leiðir færar en að hefja verkfall. Afleiðingin er sú að keppni í þremur efstu deildunum fellur niður. Tvö dönsk lið sem eru í Evrópukeppni lenda í vandræðum. Þau geta ekki notað félaga í samtökum atvinnumanna. Þau ná þó í lið með því að nota erlenda leikmenn, Dani sem eru ekki í verkalýðsfélaginu og unglingaliðsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×