Erlent

Frakki grunaður um hryðjuverk

Pólska lögreglan hefur handtekið Frakka sem grunaður er um að hafa verið að skipuleggja meiriháttar hryðjuverk. Saksóknari í borginni Poznan í vesturhluta landsins greindi frá þessu í dag. Maðurinn var stöðvaður þar sem hann var að taka myndir á stað sem hefur ekkert með ferðamennskku að gera. Upplýsingar frá leyniþjónustunni segja að maðurinn hafi verið í námunda við gasbirgðastöð. Saksóknarinn vildi ekkert um það segja hvort hinn handtekni tengist hryðjuverkasamtökum, en verið er að rannsaka bakgrunn hans. Pólland er hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna vegna stuðnings við innrásina í Írak og hersetuna þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×