Erlent

Stórfyrirtæki loka vegna hótana

Nokkur stórfyrirtæki í Nepal hafa hætt starfsemi vegna hótana maóískra uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir nota þess leið til að þrýsta á stjórnvöld að koma á úrbótum varðandi meint arðrán stórfyrirtækja á starfsfólki. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna eftir sprengingu í miðbog Katmandú, höfuðborgar Nepal, sem varð til þess að loka þurfti lúxushóteli. Þá undirbýr tóbaksfyrirtæki einnig lokun á verksmiðjum. Uppreisnarmenn hafa skipað ellefu stórfyrirtækjum að hætta starfsemi frá 17. ágúst. Þá hafa þeir einnig sagst ætla að loka öllum götum sem liggja frá höfuðborginni á morgun til að andmæla kúgun stuðningsmanna sinna af hálfu herafla stjórnvalda. Enginn hefur slasast í sprengingum uppreisnarmanna en þær hafa vissulega ekki góð áhrif á ferðaþjónustu í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×