Erlent

Hjartalyf við HIV

Hópur lækna á Spáni segir ýmislegt benda til þess að lyf sem notuð eru til þess að meðhöndla hjartasjúkdóma geti hjálpað til við að halda niðri HIV veirunni. Læknarnir gáfu sex HIV smituðum einstaklingum tiltekið hjartalyf í einn mánuð og í ljós kom að styrkleiki veirunnar minnkaði til muna á meðan lyfið var tekið. Þegar inntöku þess var hætt jókst styrkur veirunnar hins vegar á nýjan leik. Læknarnir segja frekari athugana þörf, en niðurstöðurnar séu eigi að síður afar athyglisverðar. Milljónir manna með of hátt kólesteról-magn í blóði taka þegar umrætt lyf, sem gæti mögulega reynst ódýr leið til meðhöndlunar á HIV-smituðum einstaklingum, sé eitthvað að marka niðurstöður læknanna á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×