Fleiri fréttir Hermönnum fækkað í Evrópu Sjötíu þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá Evrópu á næstunni, til að taka við nýjum verkefnum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti mun að sögn fréttastofu Reuters greina frá þessu í dag. 16.8.2004 00:01 16 létust í fellibyl á Flórída Í það minnsta sextán fórust þegar fellibylurinn Charley reið yfir Flórída-skaga um helgina. Fjöldi fólks hefst við úti við illan leik, enda hitinn vel yfir þrjátíu gráður og rakinn mikill. Talið er að kostnaður vegna skemmda nemi allt að ellefu milljörðum dollara, eða sem nemur 776 milljörðum króna. 16.8.2004 00:01 Fjölmiðlum skipað frá Najaf Fjölmiðlamönnum hefur verið fyrirskipað að fara frá hinni heilögu borg Najaf, þar sem bardagamenn undir stjórn Shíta klerksins Moktata al-Sadr hafa átt í bardögum við heri Bandaríkjamanna og Íraka undanfarið. 16.8.2004 00:01 Segja úrslitin fölsuð Stjórnarandstaðan í Venesúela segir úrslit forsetakosninga vera fölsuð, en greidd voru atkvæði um það, hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Mjög mikil þátttaka var í kosningunni og greina fréttaritarar frá allt að tveggja kílómetra löngum biðröðum við suma kjörstaði. 16.8.2004 00:01 Fisher hyggst kvænast Bobby Fischer hefur ákveðið að kvænast japanskri vinkonu sinni. Ekki er ljóst hvort hann fær til þess leyfi, meðan hann situr í fangelsi. Bobby Ficher var handtekinn á Narita flugvelli í Tokyo, í síðasta mánuði, og hefur setið í fangelsi síðan 16.8.2004 00:01 Olíuverð hækkar enn Verð á olíu fór upp í 46 dollara og 91 sent fyrir fatið á olíumarkaðnum í Asíu, í nótt. Ástæðan er meðal annars ótti við stjórnmálaástandið í Venesúela, sem er fimmti stærsti olíuútflytjandi heimsins. Sérfræðingar segja þó að engin skynsamleg rök séu fyrir þessu ofurháa verði. Þeir benda á að það sé veruleg offramleiðsla á olíu, eða tæpar þrjár milljónir fata á dag. 16.8.2004 00:01 Grilla til fyrir fanga í svelti Yfirstjórn fangelsis í Ísrael hefur ákveðið að reyna að lokka palestínska fanga úr mótmælasvelti, með því að grilla lambasteikur fyrir utan klefa þeirra. Fangarnir eru 1500 talsins, og neituðu að borða til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um betri aðbúnað. 16.8.2004 00:01 Hóta verkfalli á ferðahelgi Starfsmenn breska flugfélagsins British Airways hóta að leggja niður vinnu í sólarhring á einni mestu ferðahelgi ársins í Bretlandi í lok ágúst, og krefjast rúmlega tíu prósenta launahækkunar. Um er að ræða ríflega 3000 starfsmenn við innritun. Þeir hafa þegar hafnað einu tilboði, en búist er við að nýtt tilboð verði lagt fram fljótlega. 16.8.2004 00:01 Sprengingar í Nepal Nokkrar sprengingar urðu nálægt lúxúshóteli í miðborg Katmandú í Nepal í dag. Ekki er vitað um mannfall en lögreglumenn eru komnir á staðinn. Vitni telja að sprengingarnar hafi verið fjórar og urðu þær með nokkurra mínútna millibili. 16.8.2004 00:01 Tilkynnti brotthvarf hermanna George Bush, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að milli 60 og 70 þúsund bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Evrópu og Asíu á næstu 10 árum. Þetta er viðbót við fyrri áætlanir um brotthvarf hermanna frá Evrópu, sem meðal annars snerta Ísland. 16.8.2004 00:01 Chavez áfram forseti Hugo Chavez, forseti Venesúela, vann afgerandi sigur í kosningum um helgina. Kosið var um vantrauststillögu á forsetann og virðist sem nálægt sextíu prósent þjóðarinnar hafi hafnað kröfu um afsögn. 16.8.2004 00:01 Ofurhugi í háloftunum Fyrrverandi orrustuflugmaður skelfdi gesti á loftbelgjahátíð í Bretlandi um helgina, með því að ganga á mjórri málmstöng, á milli tveggja loftbelgja, með bundið fyrir augun. Ofurhuginn heitir Mike Howard og er 38 ára gamall. Hann hefur gaman af því að vera hátt uppi, í orðsins fyllstu merkingu. 16.8.2004 00:01 Fornt stefni skips fundið Búið er að finna stefnið af breska herskipinu Mary Rose, sem sökk undan suðurströnd Englands, eftir sjóorrustu við frönsk herskip, fyrir tæpum 460 árum. Mary Rose var smíðuð á árunum 1509-1511 og þótti mikið stríðstól. 16.8.2004 00:01 Chavez enn forseti Venesúela Hugo Chavez, virðist hafa staðið af sér atlögu þeirra sem vildu reka hann úr embætti forseta Venesúela, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan sakar hann um stórfellt kosningasvindl. Chaves er vinstri sinnaður fyrrverandi hermaður, og lítill vinur Bandaríkjanna, sem hann sendir ósjaldan tóninn. 16.8.2004 00:01 500 metra frá mosku al-Sadr Bandarískir skriðdrekar eru nú aðeins 500 metra frá moskunni, þar sem múslímaklerkurinn Múktada al-Sadr, er í felum ásamt liðsmönnum sínum. Þúsundir óbreyttra borgara gætu tafið lokasóknina gegn honum. 16.8.2004 00:01 70 þúsund hermenn kallaðir heim Að minnsta kosti 70 þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá herstöðvum í Evrópu og víðar í umfangsmestu breytingum á bandaríska heraflanum frá lokum Kalda stríðsins. 16.8.2004 00:01 Vígslu minningarreits frestað Vígslu minningarreits vegna þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 hefur verið frestað fram á vor. Til stóð að vígja reitinn 21. ágúst. 16.8.2004 00:01 Svíar lækka áfengisskattinn Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur lagt til að áfengisskattar verði lækkaðir um 40 prósent til að sporna við að fólk fari utan til áfengiskaupa. Áfengisverð er hátt í Svíþjóð og er algengt að fólk fari til Danmerkur, Finnlands eða Eistlands til að kaupa vín. 16.8.2004 00:01 Tengslin treyst við Líbíu Tom Lantos, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hitti Moamar Gaddafí, Líbíuleiðtoga, í gær. Þetta er í annað sinn á árinu sem Lantos hittir Gaddafí og lofaði hann hina jákvæðu þróun í samskiptum ríkjanna undanfarið og sagði samskiptin hafa batnað betur og fyrr en vænst var. 16.8.2004 00:01 Tugþúsundir mótmæltu niðurskurði Rúmlega 60 þúsund Þjóðverjar komu saman í gær og mótmæltu fyrirætlunum þýskra stjórnvalda um niðurskurð í velferðarkerfinu. Flestir komu saman í borginni Leipzig, þar söfnuðust um tuttugu þúsund manns saman, en mótmæli fóru einnig fram í Berlín, Magdeburg og fleiri borgum. 16.8.2004 00:01 Hvatt til árása á Ítalíu Hópur sem segist tengjast al-Kaída hvatti í morgun til þess að árásir yrðu gerðar á öll skotmörk á Ítalíu, eins og það var orðað, eftir að stjórnvöld þar í landi virtu að vettugi kröfur um að ítalskar hersveitir hyrfu frá Írak. 15.8.2004 00:01 Einn látinn og fimm særðir Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Írak fyrir stundu. Nokkrar sprengingar heyrðust skammt frá fundarstað þar sem val á þingi til að fylgjast með bráðabirgðastjórn Íraks fer fram en óvíst er hvort að sá fallni eða hinir særðu eru meðal fundarmanna. 15.8.2004 00:01 Hitinn hættulegur páfa Skipuleggjendur heimsóknar Jóhannesar Páls páfa II. til Lourdes í Frakklandi hafa nokkrar áhyggjur af áhrifum hitabylgju á páfa og þá þrjú hundruð þúsund pílagríma sem komnir eru til bæjarins vegna heimsóknarinnar. 15.8.2004 00:01 Charley í Karólínu Nú er ljóst að þrettán fórust þegar fellibylurinn Charley gekk yfir Flórídaskaga í gær. Dregið hefur úr styrk stormsins eftir að hann gekk á ný út á haf en hann skall í nótt á Suður- og Norður-Karólínu og veldur sem stendur nokkrum usla, alla leið til New York. 15.8.2004 00:01 Fleiri fellibylir á Flórída? Ástæða er til að óttast að fleiri öflugir fellibylir muni ganga yfir Flórída-skaga á næstu vikum og mánuðum. Björgunarlið leitar nú fórnarlamba fellibylsins Charleys sem skildi eftir sig gríðarlegar skemmdir. 15.8.2004 00:01 Hungurverkfall palestínskra fanga Þúsundir palestínskra fanga sem sitja í fangelsum í Ísrael eru nú í hungurverkfalli til að mótmæla slæmum aðbúnaði. Þeir krefjast umbóta en öryggismálaráðherra Ísraels segir að sér sé sama þó að þeir svelti til dauða. 15.8.2004 00:01 Bolli kosinn formaður Heimdallar Bolli Skúlason Thoroddssen var kjörinn formaður Heimdallar, ungra Sjálfsstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi í gær. Hann hlaut 495 atkvæði en Helga Árnadóttir 396 atkvæði. 15.8.2004 00:01 Bardagar byrjaðir í Najaf Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Írak í morgun. Harðir bardagar eru á ný hafnir í borginni Najaf eftir að friðarviðræður fóru út um þúfur. 15.8.2004 00:01 Neyðarástand á Flórída Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída eftir að fellibylurinn Charley lagði heilu byggðirnar í rúst. Björgunarsveitir leita fólks og annar öflugur stormur er á hraðferð upp að ströndum skagans. 15.8.2004 00:01 Hryðjuverkum hótað á Ítalíu Hryðjuverkamenn hóta aðgerðum á Ítalíu þar sem ítalskar hersveitir verða ekki kallaðar heim frá Írak. Abu Hafs al-Masri hersveitirnar hvetja til árása á alla Ítali í yfirlýsingu sem birt var á Netinu. Sami hópur er sagður hafa gert árásirnar í Madríd fyrr á þessu ári. Talsmenn ítalskra yfirvalda segja ekki hægt að útiloka árásir en að ekki verði hlustað á ógnanir hryðjuverkasamtaka. 15.8.2004 00:01 Indverjar fagna sjálfstæðisafmæli Indverjar fögnuðu því í dag og kvöld að fimmtíu og sjö ár eru liðin frá því að þeir hlutu sjálfstæði frá Bretum. Víða um landið fóru fram hátíðahöld en hryðjuverk vörpuðu skugga á gleðina. 15.8.2004 00:01 Páfi veikburða í Frakklandi Jóhannes Páll páfi annar virtist afar veikburða þegar hann flutti útimessu í Lourdes í Frakklandi í dag. Bærinn er einkum þekktur fyrir helgidóm þar sem María mey er sögð birtast og líkna sjúkum. Páfi átti erfitt með að flytja prédikun sína og sagði á einum stað í henni „hjálpið mér“ á pólsku. 15.8.2004 00:01 Árásir við upphaf þings Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. 15.8.2004 00:01 Mikilvægar kosningar í Venesúela Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. 15.8.2004 00:01 Ekki orðnir bandamenn Rússar og Bandaríkjamenn "eru sannarlega ekki lengur óvinir en eru sennilega ekki heldur orðnir bandamenn," sagði Sergei Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar hann lýsti samskiptum landanna að loknum fundi sínum með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 15.8.2004 00:01 Bardagar blossa upp á nýjan leik Bardagar í Najaf eru hafnir af krafti á nýjan leik eftir að stríðandi fylkingum mistókst að ná samkomulagi um vopnahlé. 15.8.2004 00:01 Eins og eftir sprengjuárás Íbúar Flórída eru byrjaðir að hreinsa til í rústunum og byggja upp það sem eyðilagðist þegar hvirfilbylurinn Charley gekk þar yfir. Talið er að skemmdirnar megi meta á allt að 800 milljarða króna og er þá aðeins horft til þess sem íbúarnir voru búnir að tryggja áður en ósköpin gengu yfir. 15.8.2004 00:01 Tíu milljónir skráðar á kjörskrá "Þetta sýnir mikinn vilja afgönsku þjóðarinnar til að taka þátt í kosningunum," sagði Manoel de Almeida e Silva, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, þegar hann greindi frá því að nær tíu milljónir manna og kvenna hefðu skráð sig á kjörskrá. 15.8.2004 00:01 Pakistanar fagna sjálfstæðisafmæli Pakistanar halda upp á fimmtíu og sjö ára afmæli sjálfstæðis síns í dag. Perves Musharraf, forseti landsins, sagði í ávarpi af því tilefni að Pakistan væri nú ógnað sem aldrei fyrr og ógnin væri hryðjuverkamenn Al-Kaída. Forsetinn hét því að herferðin gegn Al-Kaída yrði enn efld og henni haldið áfram þar til búið væri að uppræta samtökin. 14.8.2004 00:01 Páfi í heimsókn í Frakklandi Jóhannes Páll páfi kom í dag í tveggja daga heimsókn til frönsku borgarinnar Lourdes. Þetta er pílagrímsför fyrir páfa til þessa helga staðar kaþólskra manna þar sem vatnið er talið hafa lækningarmátt. 14.8.2004 00:01 Ómögulegt að sporna við hækkun Fulltrúi Írans hjá Samtökum olíuframleiðsluríkja segir að samtökin geti ekkert gert til þess að lækka hið himinháa olíuverð. Framleiðslan sé þegar 2,8 milljónir fata umfram eftirspurn og það hafi því enga þýðingu að auka framleiðsluna. 14.8.2004 00:01 70 þúsund hermenn heim Bandaríkjamenn stefna að því að kalla 70 þúsund hermenn heim frá Evrópu og Asíu í náinni framtíð að sögn yfirmanns innan hersins. Þetta er tilkomið vegna endurskipulagningu hersins í kjölfar endaloka kalda stríðsins og upphafs stríðsins gegn hryðjuverkum. 14.8.2004 00:01 Níutíu féllu umhverfis Bagdad Bandarískir hermenn felldu um níutíu uppreisnarmenn í borgum umhverfis Bagdad í nótt en allt var með kyrrum kjörum í Najaf þar sem sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr er að reyna að semja vopnahlé. 14.8.2004 00:01 Tjón Charley um 70 milljarðar Fellibylurinn Charley jafnaði hús við jörðu og reif tré upp með rótum þegar hann gekk yfir Flórída í gær. Það má segja að Charley hafi komið aftan að Flórídabúum því hann tók land miklu sunnar en við var búist. 14.8.2004 00:01 Óttast um töluvert mannfall Óttast er að tugir manna hafi farist þegar fellibylurinn Charley jafnaði hús við jörðu og reif tré upp með rótum á Flórída í gær. Þegar er búið að finna fimmtán lík og leitin svo til nýbyrjuð. 14.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hermönnum fækkað í Evrópu Sjötíu þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá Evrópu á næstunni, til að taka við nýjum verkefnum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti mun að sögn fréttastofu Reuters greina frá þessu í dag. 16.8.2004 00:01
16 létust í fellibyl á Flórída Í það minnsta sextán fórust þegar fellibylurinn Charley reið yfir Flórída-skaga um helgina. Fjöldi fólks hefst við úti við illan leik, enda hitinn vel yfir þrjátíu gráður og rakinn mikill. Talið er að kostnaður vegna skemmda nemi allt að ellefu milljörðum dollara, eða sem nemur 776 milljörðum króna. 16.8.2004 00:01
Fjölmiðlum skipað frá Najaf Fjölmiðlamönnum hefur verið fyrirskipað að fara frá hinni heilögu borg Najaf, þar sem bardagamenn undir stjórn Shíta klerksins Moktata al-Sadr hafa átt í bardögum við heri Bandaríkjamanna og Íraka undanfarið. 16.8.2004 00:01
Segja úrslitin fölsuð Stjórnarandstaðan í Venesúela segir úrslit forsetakosninga vera fölsuð, en greidd voru atkvæði um það, hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Mjög mikil þátttaka var í kosningunni og greina fréttaritarar frá allt að tveggja kílómetra löngum biðröðum við suma kjörstaði. 16.8.2004 00:01
Fisher hyggst kvænast Bobby Fischer hefur ákveðið að kvænast japanskri vinkonu sinni. Ekki er ljóst hvort hann fær til þess leyfi, meðan hann situr í fangelsi. Bobby Ficher var handtekinn á Narita flugvelli í Tokyo, í síðasta mánuði, og hefur setið í fangelsi síðan 16.8.2004 00:01
Olíuverð hækkar enn Verð á olíu fór upp í 46 dollara og 91 sent fyrir fatið á olíumarkaðnum í Asíu, í nótt. Ástæðan er meðal annars ótti við stjórnmálaástandið í Venesúela, sem er fimmti stærsti olíuútflytjandi heimsins. Sérfræðingar segja þó að engin skynsamleg rök séu fyrir þessu ofurháa verði. Þeir benda á að það sé veruleg offramleiðsla á olíu, eða tæpar þrjár milljónir fata á dag. 16.8.2004 00:01
Grilla til fyrir fanga í svelti Yfirstjórn fangelsis í Ísrael hefur ákveðið að reyna að lokka palestínska fanga úr mótmælasvelti, með því að grilla lambasteikur fyrir utan klefa þeirra. Fangarnir eru 1500 talsins, og neituðu að borða til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um betri aðbúnað. 16.8.2004 00:01
Hóta verkfalli á ferðahelgi Starfsmenn breska flugfélagsins British Airways hóta að leggja niður vinnu í sólarhring á einni mestu ferðahelgi ársins í Bretlandi í lok ágúst, og krefjast rúmlega tíu prósenta launahækkunar. Um er að ræða ríflega 3000 starfsmenn við innritun. Þeir hafa þegar hafnað einu tilboði, en búist er við að nýtt tilboð verði lagt fram fljótlega. 16.8.2004 00:01
Sprengingar í Nepal Nokkrar sprengingar urðu nálægt lúxúshóteli í miðborg Katmandú í Nepal í dag. Ekki er vitað um mannfall en lögreglumenn eru komnir á staðinn. Vitni telja að sprengingarnar hafi verið fjórar og urðu þær með nokkurra mínútna millibili. 16.8.2004 00:01
Tilkynnti brotthvarf hermanna George Bush, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að milli 60 og 70 þúsund bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Evrópu og Asíu á næstu 10 árum. Þetta er viðbót við fyrri áætlanir um brotthvarf hermanna frá Evrópu, sem meðal annars snerta Ísland. 16.8.2004 00:01
Chavez áfram forseti Hugo Chavez, forseti Venesúela, vann afgerandi sigur í kosningum um helgina. Kosið var um vantrauststillögu á forsetann og virðist sem nálægt sextíu prósent þjóðarinnar hafi hafnað kröfu um afsögn. 16.8.2004 00:01
Ofurhugi í háloftunum Fyrrverandi orrustuflugmaður skelfdi gesti á loftbelgjahátíð í Bretlandi um helgina, með því að ganga á mjórri málmstöng, á milli tveggja loftbelgja, með bundið fyrir augun. Ofurhuginn heitir Mike Howard og er 38 ára gamall. Hann hefur gaman af því að vera hátt uppi, í orðsins fyllstu merkingu. 16.8.2004 00:01
Fornt stefni skips fundið Búið er að finna stefnið af breska herskipinu Mary Rose, sem sökk undan suðurströnd Englands, eftir sjóorrustu við frönsk herskip, fyrir tæpum 460 árum. Mary Rose var smíðuð á árunum 1509-1511 og þótti mikið stríðstól. 16.8.2004 00:01
Chavez enn forseti Venesúela Hugo Chavez, virðist hafa staðið af sér atlögu þeirra sem vildu reka hann úr embætti forseta Venesúela, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan sakar hann um stórfellt kosningasvindl. Chaves er vinstri sinnaður fyrrverandi hermaður, og lítill vinur Bandaríkjanna, sem hann sendir ósjaldan tóninn. 16.8.2004 00:01
500 metra frá mosku al-Sadr Bandarískir skriðdrekar eru nú aðeins 500 metra frá moskunni, þar sem múslímaklerkurinn Múktada al-Sadr, er í felum ásamt liðsmönnum sínum. Þúsundir óbreyttra borgara gætu tafið lokasóknina gegn honum. 16.8.2004 00:01
70 þúsund hermenn kallaðir heim Að minnsta kosti 70 þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá herstöðvum í Evrópu og víðar í umfangsmestu breytingum á bandaríska heraflanum frá lokum Kalda stríðsins. 16.8.2004 00:01
Vígslu minningarreits frestað Vígslu minningarreits vegna þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 hefur verið frestað fram á vor. Til stóð að vígja reitinn 21. ágúst. 16.8.2004 00:01
Svíar lækka áfengisskattinn Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur lagt til að áfengisskattar verði lækkaðir um 40 prósent til að sporna við að fólk fari utan til áfengiskaupa. Áfengisverð er hátt í Svíþjóð og er algengt að fólk fari til Danmerkur, Finnlands eða Eistlands til að kaupa vín. 16.8.2004 00:01
Tengslin treyst við Líbíu Tom Lantos, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hitti Moamar Gaddafí, Líbíuleiðtoga, í gær. Þetta er í annað sinn á árinu sem Lantos hittir Gaddafí og lofaði hann hina jákvæðu þróun í samskiptum ríkjanna undanfarið og sagði samskiptin hafa batnað betur og fyrr en vænst var. 16.8.2004 00:01
Tugþúsundir mótmæltu niðurskurði Rúmlega 60 þúsund Þjóðverjar komu saman í gær og mótmæltu fyrirætlunum þýskra stjórnvalda um niðurskurð í velferðarkerfinu. Flestir komu saman í borginni Leipzig, þar söfnuðust um tuttugu þúsund manns saman, en mótmæli fóru einnig fram í Berlín, Magdeburg og fleiri borgum. 16.8.2004 00:01
Hvatt til árása á Ítalíu Hópur sem segist tengjast al-Kaída hvatti í morgun til þess að árásir yrðu gerðar á öll skotmörk á Ítalíu, eins og það var orðað, eftir að stjórnvöld þar í landi virtu að vettugi kröfur um að ítalskar hersveitir hyrfu frá Írak. 15.8.2004 00:01
Einn látinn og fimm særðir Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Írak fyrir stundu. Nokkrar sprengingar heyrðust skammt frá fundarstað þar sem val á þingi til að fylgjast með bráðabirgðastjórn Íraks fer fram en óvíst er hvort að sá fallni eða hinir særðu eru meðal fundarmanna. 15.8.2004 00:01
Hitinn hættulegur páfa Skipuleggjendur heimsóknar Jóhannesar Páls páfa II. til Lourdes í Frakklandi hafa nokkrar áhyggjur af áhrifum hitabylgju á páfa og þá þrjú hundruð þúsund pílagríma sem komnir eru til bæjarins vegna heimsóknarinnar. 15.8.2004 00:01
Charley í Karólínu Nú er ljóst að þrettán fórust þegar fellibylurinn Charley gekk yfir Flórídaskaga í gær. Dregið hefur úr styrk stormsins eftir að hann gekk á ný út á haf en hann skall í nótt á Suður- og Norður-Karólínu og veldur sem stendur nokkrum usla, alla leið til New York. 15.8.2004 00:01
Fleiri fellibylir á Flórída? Ástæða er til að óttast að fleiri öflugir fellibylir muni ganga yfir Flórída-skaga á næstu vikum og mánuðum. Björgunarlið leitar nú fórnarlamba fellibylsins Charleys sem skildi eftir sig gríðarlegar skemmdir. 15.8.2004 00:01
Hungurverkfall palestínskra fanga Þúsundir palestínskra fanga sem sitja í fangelsum í Ísrael eru nú í hungurverkfalli til að mótmæla slæmum aðbúnaði. Þeir krefjast umbóta en öryggismálaráðherra Ísraels segir að sér sé sama þó að þeir svelti til dauða. 15.8.2004 00:01
Bolli kosinn formaður Heimdallar Bolli Skúlason Thoroddssen var kjörinn formaður Heimdallar, ungra Sjálfsstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi í gær. Hann hlaut 495 atkvæði en Helga Árnadóttir 396 atkvæði. 15.8.2004 00:01
Bardagar byrjaðir í Najaf Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Írak í morgun. Harðir bardagar eru á ný hafnir í borginni Najaf eftir að friðarviðræður fóru út um þúfur. 15.8.2004 00:01
Neyðarástand á Flórída Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída eftir að fellibylurinn Charley lagði heilu byggðirnar í rúst. Björgunarsveitir leita fólks og annar öflugur stormur er á hraðferð upp að ströndum skagans. 15.8.2004 00:01
Hryðjuverkum hótað á Ítalíu Hryðjuverkamenn hóta aðgerðum á Ítalíu þar sem ítalskar hersveitir verða ekki kallaðar heim frá Írak. Abu Hafs al-Masri hersveitirnar hvetja til árása á alla Ítali í yfirlýsingu sem birt var á Netinu. Sami hópur er sagður hafa gert árásirnar í Madríd fyrr á þessu ári. Talsmenn ítalskra yfirvalda segja ekki hægt að útiloka árásir en að ekki verði hlustað á ógnanir hryðjuverkasamtaka. 15.8.2004 00:01
Indverjar fagna sjálfstæðisafmæli Indverjar fögnuðu því í dag og kvöld að fimmtíu og sjö ár eru liðin frá því að þeir hlutu sjálfstæði frá Bretum. Víða um landið fóru fram hátíðahöld en hryðjuverk vörpuðu skugga á gleðina. 15.8.2004 00:01
Páfi veikburða í Frakklandi Jóhannes Páll páfi annar virtist afar veikburða þegar hann flutti útimessu í Lourdes í Frakklandi í dag. Bærinn er einkum þekktur fyrir helgidóm þar sem María mey er sögð birtast og líkna sjúkum. Páfi átti erfitt með að flytja prédikun sína og sagði á einum stað í henni „hjálpið mér“ á pólsku. 15.8.2004 00:01
Árásir við upphaf þings Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. 15.8.2004 00:01
Mikilvægar kosningar í Venesúela Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. 15.8.2004 00:01
Ekki orðnir bandamenn Rússar og Bandaríkjamenn "eru sannarlega ekki lengur óvinir en eru sennilega ekki heldur orðnir bandamenn," sagði Sergei Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar hann lýsti samskiptum landanna að loknum fundi sínum með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 15.8.2004 00:01
Bardagar blossa upp á nýjan leik Bardagar í Najaf eru hafnir af krafti á nýjan leik eftir að stríðandi fylkingum mistókst að ná samkomulagi um vopnahlé. 15.8.2004 00:01
Eins og eftir sprengjuárás Íbúar Flórída eru byrjaðir að hreinsa til í rústunum og byggja upp það sem eyðilagðist þegar hvirfilbylurinn Charley gekk þar yfir. Talið er að skemmdirnar megi meta á allt að 800 milljarða króna og er þá aðeins horft til þess sem íbúarnir voru búnir að tryggja áður en ósköpin gengu yfir. 15.8.2004 00:01
Tíu milljónir skráðar á kjörskrá "Þetta sýnir mikinn vilja afgönsku þjóðarinnar til að taka þátt í kosningunum," sagði Manoel de Almeida e Silva, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, þegar hann greindi frá því að nær tíu milljónir manna og kvenna hefðu skráð sig á kjörskrá. 15.8.2004 00:01
Pakistanar fagna sjálfstæðisafmæli Pakistanar halda upp á fimmtíu og sjö ára afmæli sjálfstæðis síns í dag. Perves Musharraf, forseti landsins, sagði í ávarpi af því tilefni að Pakistan væri nú ógnað sem aldrei fyrr og ógnin væri hryðjuverkamenn Al-Kaída. Forsetinn hét því að herferðin gegn Al-Kaída yrði enn efld og henni haldið áfram þar til búið væri að uppræta samtökin. 14.8.2004 00:01
Páfi í heimsókn í Frakklandi Jóhannes Páll páfi kom í dag í tveggja daga heimsókn til frönsku borgarinnar Lourdes. Þetta er pílagrímsför fyrir páfa til þessa helga staðar kaþólskra manna þar sem vatnið er talið hafa lækningarmátt. 14.8.2004 00:01
Ómögulegt að sporna við hækkun Fulltrúi Írans hjá Samtökum olíuframleiðsluríkja segir að samtökin geti ekkert gert til þess að lækka hið himinháa olíuverð. Framleiðslan sé þegar 2,8 milljónir fata umfram eftirspurn og það hafi því enga þýðingu að auka framleiðsluna. 14.8.2004 00:01
70 þúsund hermenn heim Bandaríkjamenn stefna að því að kalla 70 þúsund hermenn heim frá Evrópu og Asíu í náinni framtíð að sögn yfirmanns innan hersins. Þetta er tilkomið vegna endurskipulagningu hersins í kjölfar endaloka kalda stríðsins og upphafs stríðsins gegn hryðjuverkum. 14.8.2004 00:01
Níutíu féllu umhverfis Bagdad Bandarískir hermenn felldu um níutíu uppreisnarmenn í borgum umhverfis Bagdad í nótt en allt var með kyrrum kjörum í Najaf þar sem sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr er að reyna að semja vopnahlé. 14.8.2004 00:01
Tjón Charley um 70 milljarðar Fellibylurinn Charley jafnaði hús við jörðu og reif tré upp með rótum þegar hann gekk yfir Flórída í gær. Það má segja að Charley hafi komið aftan að Flórídabúum því hann tók land miklu sunnar en við var búist. 14.8.2004 00:01
Óttast um töluvert mannfall Óttast er að tugir manna hafi farist þegar fellibylurinn Charley jafnaði hús við jörðu og reif tré upp með rótum á Flórída í gær. Þegar er búið að finna fimmtán lík og leitin svo til nýbyrjuð. 14.8.2004 00:01