Erlent

Flóð á Englandi

Hellirigning olli skyndiflóðum í Cornwall á Englandi síðdegis í gærdag með þeim afleiðingum að bjarga varð tugum manna frá heimilum þeirra, þar sem beljandi straumur umlék þau. Björgunarþyrlur sveimuðu yfir bæjum á svæðinu og björguðu fólki af þökum húsa. Björgunarbátar voru einnig á ferð. Fimmtíu manns sátu fastir í bifreiðum sínum í vatnselgnum. Þrjátíu bílum skolaði út í höfnina og í það minnsta tvær byggingar hrundu til grunna þar sem þær stóðust ekki strauminn. Þetta er stærsta björgunaraðgerð á Bretlandi á liðnum árum. Nokkurra er enn saknað, en engar fregnir hafa borist af mannfalli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×