Erlent

Tilræði við Blair og Berlusconi?

Lögreglan á Ítalíu aftengdi í morgun sprengju nálægt sumarhúsi Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu. Aðeins fáeinum klukkustundum áður hafði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, yfirgefið sumarhúsið en hann var þar í heimsókn ásamt konu sinni, Cherrie. Lögregla leitar annarrar sprengju eftir yfirlýsingu vinstrisinnaðs öfgahóps þar sem því var lýst að tveimur sprengjum hefði verið komið fyrir á svæðinu. Í símtalinu var vísað á aðra sprengjuna en sagt að ekki yrði gefið upp hvar seinni sprengjan væri niðurkomin, en hún væri ætluð Berlusconi. Á myndinni sjást Blair-hjónin á „góðri stundu“ með Berlusconi í fyrradag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×