Erlent

Gerðir upptækir vegna ölvunar

Danska dómsmálaráðuneytið vill gera upptæka bíla þeirra sem aka undir áhrifum áfengis. Dönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af ölvunarakstri, sem er vaxandi vandamál, í landinu. Dómsmálaráðuneytið skipaði nefnd til þess að fjalla um málið og hefur hún nú lagt fram tillögur sem fela í sér stórlega hertar refsingar við ölvunarakstri. Lagt er til að fyrir vægustu brot verði sektir stórlega hækkaðar. Viðmiðunarreglan verði sú að margfalda mánaðarlaun ökumannsins, með prómill tölu áfengis í blóði hans. Þannig myndi sekt fyrir brot sem í dag kostar rúmar 120 þúsund krónur, verða 210 þúsund krónur. Þá er einnig lagt til að auðveldara verði að gera upptæka bíla þeirra, sem aka undir áhrifum. Þannig yrði bíll sjálfkrafa gerður upptækur, ef ökumaðurinn væri tekinn þrisvar sinnum fyrir ölvunarakstur, á þrem árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×