Erlent

Sprengikúluregn í Bagdad

Uppreisnarmenn skutu sprengikúlum á fjölfarinni götu í Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að minnst sjö létust og 42 særðust. Áður var talið að bílsprengja hefði sprungið í götunni sem er staðsett í miðborginni. Árásin kemur á sama tíma og þjóðarráðstefna er haldin í Írak. Þar á að kjósa 100- manna nefnd til að hafa umsjón með kosningum í janúar næstkomandi. Uppreisnarmenn skutu nokkrum sprengikúlum nálægt fundarstaðnum fyrr í morgun og tveir létust í árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×