Erlent

Tvö ný tungl fundust

Tvö ný tungl hafa verið uppgötvuð við plánetuna Satúrnus með hjálp Cassini geimfarsins, segir á veffréttasíðu BBC. Tunglin eru um þrjá og fjóra kílómetra að þvermáli og eru í um 200 þúsund kílómetra fjarlægð frá miðju plánetunnar. Þar með eru þekktir fylgihnettir Satúrnusar orðnir 33. Tunglin eru kölluð S/2004 S1 og S/2004 S2, til bráðabirgða en þeir eru staðsettir milli tveggja tungla, Mimas og Enceladus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×