Erlent

Aftur á leið í ferðalag

Þrátt fyrir að Jóhannes Páll páfi annar hafi augljóslega verið mjög hrumur á ferðalagi sínu til Lourdes um síðustu helgi kemur það ekki í veg fyrir að næsta ferðalag hans hafi þegar verið skipulagt. Vatíkanið tilkynnti í gær að í byrjun næsta mánaðar muni páfi ferðast til ítalska bæjarins Loreto. Þar er helgidómur um Maríu mey og þar mun páfi halda tveggja klukkustunda langa messu. Bág heilsa páfa um helgina olli mörgum áhyggjum enda þurfti hann á mikilli hjálp að halda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×