Erlent

19 manns hafa látist vegna Charley

Nítján manns hafa þegar verið úrskurðaðir látnir af völdum fellibylsins Charley. Yfir 2000 manns hafast við í tímabundnum skýlum, á meðan reynt er að finna handa þeim húsnæði. Yfir 750 þúsund heimili og fyrirtæki eru án rafmagns á svæðinu og 150 þúsund manns eru án símasambands. Talið er að kostnaður vegna skemmda nemi allt að ellefu milljörðum dollara, eða sem nemur 776 milljörðum króna. Í þeirri upphæð er ekki meðtalinn skaði þeirra sem misstu ótryggð heimili og farartæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×