Erlent

Leita að rúbínum á Grænlandi

Kanadískt námufélag hóf nýlega leit að rúbínum á svæðinu við Qeqertarsuatsiaat á Grænlandi. Miklar vonir eru bundnar við verkefnið eftir því sem sagt er frá í grænlenska útvarpinu KNR. Talið er að miklir möguleikar felist í vinnslu á rúbínum á Grænlandi og hagnaðarvon er mikil. Vinnsla og framleiðsla eðalsteina er sögð áhættulítil, ekki eru notuð eiturefni við vinnsluna og er umhverfismengun því í lagmarki, segir yfirmaður kanadíska námufélagsins True North Gems. Stærstu verslunarfyrirtæki með rúbína eru á Thailandi, Víetnam og í Kambodíu. Auk þess eru viðskipti mikil frá Tanzaníu í Afríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×