Erlent

Átta ákærðir fyrir hryðjuverk

Átta hryðjuverkamenn, sem lögreglan í Bretlandi hefur haft í haldi í tvær vikur, voru í dag ákærðir fyrir að eiga aðild að morðum og öðrum hryðjuverkaglæpum. Níundi maðurinn var ákærður fyrir ólöglega vopnaeign. Hins vegar var fjórum mönnum sleppt vegna málsins. Einn mannanna er sagður lykilmaður al-Qaeda samtakanna í Bretlandi. Mönnunum hefur verið haldið fyrir hugsanlega aðild að hryðjuverkum, en hefðu þeir ekki verið ákærðir í dag hefði lögreglan í Bretlandi neyðst til þess að sleppa þeim, þar sem ekki er leyfilegt að halda mönnum lengur en tvær vikur án ákæru í Bretlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×