Erlent

Hryðjuverkamenn fyrir dóm

Átta hryðjuverkamenn, sem lögreglan í Bretlandi hefur haft í haldi í tvær vikur og voru í gær ákærðir fyrir að eiga aðild að morðum, koma fyrir dóm í dag. Þrír mannanna eru einnig ákærðir fyrir að hafa undir höndum gögn sem tengjast fyrirætluðum hryðjuverkum á fjármálafyrirtæki í New York, Washington og New Jersey. Gæsluvarðhald yfir mönnunum átta rann út í gær og þá voru þeir ákærðir, enda hefði breska hryðjuverkalögreglan ella neyðst til þess að láta þá af hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×