Erlent

Kom upp um eigin morð

Smáskilaboð sem átján ára belgísk stúlka sendi föður sínum rétt áður en hún var myrt urðu til þess að upp komst um morðingja hennar. Faðir stúlkunnar var á ferðalagi þegar hún var myrt og sá skilaboðin ekki fyrr en degi síðar. Í þeim sagði stúlkan að kærasta föður síns væri að myrða sig. Faðirinn hafði strax samband við lögregluna, sem handtók konuna og 23 ára son hennar. Þau hafa viðurkennt að hafa framið morðið en segja ekki til um ástæður þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×