Erlent

Pakistanar fagna sjálfstæðisafmæli

Pakistanar halda upp á fimmtíu og sjö ára afmæli sjálfstæðis síns í dag. Perves Musharraf, forseti landsins, sagði í ávarpi af því tilefni að Pakistan væri nú ógnað sem aldrei fyrr og ógnin væri hryðjuverkamenn Al-Kaída. Forsetinn hét því að herferðin gegn Al-Kaída yrði enn efld og henni haldið áfram þar til búið væri að uppræta samtökin. Á myndinni syngja pakistönsk börn þjóðsöng landsins í borginni Karachi í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×