Erlent

Páfi veikburða í Frakklandi

Jóhannes Páll páfi annar virtist afar veikburða þegar hann flutti útimessu í Lourdes í Frakklandi í dag. Bærinn er einkum þekktur fyrir helgidóm þar sem María mey er sögð birtast og líkna sjúkum. Páfi átti erfitt með að flytja prédikun sína og sagði á einum stað í henni „hjálpið mér“ á pólsku. Hann sleppti hluta stólræðunnar en áhorfendur létu sig það engu skipta og fögnuðu páfanum mjög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×