Erlent

Tengslin treyst við Líbíu

Tom Lantos, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hitti Moamar Gaddafí, Líbíuleiðtoga, í gær. Þetta er í annað sinn á árinu sem Lantos hittir Gaddafí og lofaði hann hina jákvæðu þróun í samskiptum ríkjanna undanfarið og sagði samskiptin hafa batnað betur og fyrr en vænst var. Bandaríkinhafa smám saman verið að opna fyrir tengsl við Líbíu undanfarið og leyfði meðal annars olíuinnflutning frá landinu. Líbía er þó enn á lista yfir ríki sem eru grunuð um að styðja hryðjuverkamenn og sæta því takmörkunum af hálfu Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×