Erlent

Tilkynnti brotthvarf hermanna

George Bush, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að milli 60 og 70 þúsund bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Evrópu og Asíu á næstu 10 árum. Þetta er viðbót við fyrri áætlanir um brotthvarf hermanna frá Evrópu, sem meðal annars snerta Ísland. Nú er gert ráð fyrir að í stað hermanna komi sumstaðar til hátæknivarnarbúnaður, þar á meðal orustuþotur, til að fylla í skarðið sem minni mannskapur myndar. Talsmaður varnarmálaráðuneytsins segir að hér sé um að ræða endurskipulagningu hersins vegna breyttra aðstæðna, hann þurfi að vera hreyfanlegri vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×