Erlent

Vígslu minningarreits frestað

Vígslu minningarreits vegna þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 hefur verið frestað fram á vor. Til stóð að vígja reitinn 21. ágúst. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að til standi að smíða stóran kross úr stáli sem staðsettur verður á minningarreitnum. Efnið sem verður notað í krossinn er hins vegar ekki til í landinu og þurfti að panta það frá Finnlandi, en það hefur misfarist í þrígang að koma efninu í flutningaskip til Íslands. Því ákváðu bæjaryfirvöld í samráði við aðstandendur þeirra sem fórust að fresta vígslunni fram á vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×