Erlent

Chavez áfram forseti

Hugo Chavez, forseti Venesúela, vann afgerandi sigur í kosningum um helgina. Kosið var um vantrauststillögu á forsetann og virðist sem nálægt sextíu prósent þjóðarinnar hafi hafnað kröfu um afsögn. Í kjölfar úrslitanna lækkaði verð á olíu á heimsmarkaði. Venesúela er fimmti stærsti olíuútflytjandi heims og hefur pólitísk óvissa þar því töluverð áhrif á verðþróun. Chavez hefur nú staðið af sér bæði valdaránstilraun og vantraustskosningar. Chavez er vinstrimaður sem lagt hefur áherslu á jafnari skiptingu auðs í landinu og lagt áherslu á bætt aðgengi almennings að menntun og öðrum lífsgæðum. Vinfengi hans við Fídel Castró, leiðtoga Kúbu, hefur valdið óróleika meðal sumra nágrannaríkja en Castró var meðal þeirra fyrstu til að árna Chavez heilla eftir kosningasigurinn. Andstæðingar forsetans segja að kosningarnar hafi ekki verið lýðræðislegar. Þeir segja að vísbendingar þeirra úr könnunum á kjörstöðum bendi til að niðurstaða kosninganna sé þveröfug við vilja kjósenda. Ekkert hefur þó komið fram sem rennir stoðum undir þessar fullyrðingar en kosningaeftirlitsmenn hafa ekki enn kveðið upp úrskurð um hvort löglega hafi verið staðið að kosningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×