Fleiri fréttir

63 látnir í fellibyl í Kína

Sextíu og þrír létust og átján hundruð eru slasaðir eftir að fellibylurinn Rananim gekk yfir Kína í gærkvöldi. Nærri tvö hundruð eru alvarlega slasaðir og yfir átján þúsund byggingar hrundu til grunna.

Fellibylurinn Charley á Kúbu

Meira en hálfri milljón íbúa á strönd Flórída í Bandaríkjunum var fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Charley sem gekk á land á Kúbu í gær. Þúsundir íbúar Kúbu yfirgáfu heimili sín einnig en vindhraði stormsins fer yfir fjörutíu metra á sekúndu.

Bandaríkin betur stödd

George Bush Bandaríkjaforseti segist þess fullviss að Bandaríkin séu betur stödd nú en fyrir fjórum árum, bæði í innanríkismálum og utanríkismálum. Þessu lýsti forsetinn yfir í spjallþætti Larry King í gær þar sem hann sagði einnig að heimurinn væri öruggari staður eftir fjögurra ára setu sína á forsetastóli.

Ástand al-Sadrs óvíst

Sjítaklerkurinn Moqtada al-Sadr, foringi uppreisnarmanna sjíta í Írak, særðist í bardögum í Najaf í nótt að sögn talsmanna hans. Innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks segir þessar upplýsingar hins vegar rangar.

Al-Sadr reynir að semja

Bráðabirgðastjórnin í Írak segir að sjíta klerkurinn Moqtada al-Sadr sé að semja um að fá að yfirgefa bænahús í borginni Najaf, óáreittur. Klerkurinn hefur haldið sig þar síðan Bandaríkjamenn hófu stórsókn inn í borgina í gær.

Karl Gústaf skrópar í brúðkaup

Sylvía, drottning Svíþjóðar, er sögð hafa talið Karl Gústaf konung ofan af því að vera viðstaddur brúðkaup besta vinar síns, greifans Noppe Lewenhaupts. Ástæðan mun vera sú að brúðurin er þrettán árum yngri en brúðguminn sem er 57 ára gamall.

Malaría í Darfúr

Malaría hefur brotist út í flóttamannabúðunum í Darfúr-héraði í Súdan. Margar flóttamannabúðir þar skortir bæði hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Lifrarbólgufaraldur hefur einnig gengið yfir búðirnar.

Gæti valdið 700 milljarða tjóni

Fellibylurinn Charley sem nú stefnir á Tampa-flóa á Flórída-skaga gæti valdið tíu milljarða dollara tjóni, sem gerir 700 milljarða íslenskar krónur, að mati tryggingafræðinga. Þá er miðað við svokallaðan þriðja stigs fellibyl þar sem vindhraðinn er um hundrað og áttatíu kílómetrar á klukkustund.

Krafa al-Sadr í tíu liðum

Sjíta klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur lagt fram kröfur í tíu liðum fyrir að binda enda á átökin í borginni Najaf í Írak. Hann segist reiðubúinn að flytja hersveitir sínar þaðan, gegn því að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama.

Þúsundir flýja á Spáni

Miklir skógareldar geisa nú í Valensía-héraði á austanverðum Spáni og hafa þúsundir manna orðið að flýja heimili sín. Sjö hundruð hektarar skóglendis hafa brunnið til kaldra kola í Síerra de Calderon þjóðgarðinum síðan eldarnir kviknuðu í gærkvöldi.

115 látnir og 1800 slasaðir í Kína

Eitt hundrað og fimmtán hafa látist og átján hundruð eru slasaðir eftir að fellibylurinn Rananim gekk yfir Kína í gærkvöldi.  Nærri tvö hundruð eru alvarlega slasaðir og yfir fjörutíu þúsund byggingar hafa hrunið til grunna.

Olíuverð ekki hærra í 20 ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið hærra í tuttugu ár en fatið kostar nú 45,35 dollara. Ótryggt ástand í Írak og Venesúela, fellibylur á Mexíkóflóa og ófremdarástand hjá rússneska olíurisanum Yukon eru sagðar ástæður hækkunarinnar.

Olli miklum skemmdum á Kúbu

Fellibylurinn Charley, sem nú stefnir á Tampa-flóa á Flórídaskaga, gekk yfir Kúbu fyrr í dag og olli miklum skemmdum. Þök fuku af húsum og pálmatré rifnuðu upp með rótum þegar fellibylurinn fór yfir eyjuna en þó varð ekkert manntjón. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund manns á vesturhluta Kúbu urðu að yfirgefa heimili sín í dag vegna bylsins.

Bush með forskot

George W. Bush Bandaríkjaforseti nýtur mests fylgis meðal kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Skiptir þá engu hvort bara sé spurt um hann og John Kerry, frambjóðanda demókrata, eða þá tvo og óháða frambjóðandann Ralph Nader.

Hlé á morðum

Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni Najaf í Írak þar sem harðir bardagar höfðu geisað í yfir viku. Uppreisnarmenn, sem rændu breskum blaðamanni í morgun, féllust á að sleppa honum eftir beiðni frá sjítaklerknum Muqtada al-Sadr.

Ólympíuleikarnir settir

108 árum eftir að fyrstu Ólympíuleikar nútímans fóru fram sneru þeir aftur til Aþenu. Tugþúsundir íþróttamanna og áhorfenda á Ólympíuleikvangnum í Aþenu auk milljóna áhorfenda fylgdust með því þegar Nikolaos Kaklamanakis, sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir átta árum tendraði Ólympíueldinn.</font />

Of fátæk til að kaupa í matinn

Fátækt og misskipting auðsins fer vaxandi í Ísrael. Tekjur helmings landsmanna duga ekki fram að næstu útborgun og sjöundi hver Ísraeli kveðst lenda í vandræðum með að kaupa í matinn vegna fátæktar. </font /></b />

Þúsundir flýja Najaf

Þúsundir íbúa flýja nú íröksku borgina Najaf, þar sem Bandaríkjamenn og írakskar öryggissveitir berjast hatrammlega gegn skæruliðum, meðan aðrir íbúar þustu út á götur til að mótmæla. Bandaríkjamenn aka um borgina og kalla til íbúa í gegnum gjallarhorn að ætlunin sé að svæla út uppreisnarmenn úr röðum sjíta-múslima sem þeir hafa barist við nær linnualust í heila viku.

Sex látnir í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti sex létust og nærri fjörutíu slösuðust þegar tveggja hæða rútu var ekið fram hjá brú í Perú í gær með þeim afleiðingum að hún skall í þurran árfarveg fyrir neðan. Evrópskir ferðamenn voru í rútunni og hefur verið staðfest að einn írskur ríkisborgari er meðal hinna látnu, tuttugu og eins árs að aldri.

Sjaldgæfir Súmötru-tígrar sýndir

Þrír sjaldgæfir Súmötru-tígrisdýrahvolpar voru til sýnis í fyrsta sinn í dýragarði í Washington í gær. Þessi tegund tígrisdýra er í útrýmingarhættu og er talið að aðeins fimm hundruð dýr séu á lífi á indónesísku eyjunni Súmötru og tvö hundruð í dýragörðum.

Olíuverð breytist líklega ekki

Olíuverð er ennþá um fjörutíu og fimm dollarar fatið og er ekki búist við að það breytist mikið næstu daga vegna harðnandi átaka í Írak. Vegna árása á olíuleiðslur framleiðir Írak ekki nema um fimmtíu prósent af daglegri framleiðslugetu.

Réttarhöldin hefjast að nýju

Réttarhöldin yfir rússneska olíujöfrinum Mikhaíl Khodorkovský, aðaleiganda Júkos-olíurisans, vegna meints fjármálamisferlis og skattsvika munu hefjast að nýju í dag eftir viku hlé.

Najaf hertekin

Bandarískar og írakskar hersveitir hafa hertekið miðborg Najaf í stórfelldri árás þar sem beitt hefur verið bæði þyrlum og skriðdrekum. Skilaboð árásarsveitanna til uppreisnarmannanna eru einföld: farið eða þið deyið.

Taívanar svara fyrir sig

Taívanski herinn gæti varið landið fyrir kínverskri innrás í tvær vikur og valdið gríðarlegu manntjóni að sögn taívönsku herstjórnarinnar. Kínverjar eru sannfærðir um að forseti Taívans, Chen Sjú-bían, muni nota síðara kjörtímabil sitt til þess að lýsa yfir fullu sjálfstæði landsins.

Sþ biðla til heimsins vegna flóða

Sameinuðu þjóðirnar biðla nú til alþjóðasamfélagsins um neyðarhjálp til handa þeim fjölmörgu sem misst hafa aleiguna og uppskeruna í gríðarlegum flóðum í Bangladess. Talið er að fólkið þurfi matvælaaðstoð í að minnstakosti hálft ár, ella blasi hungursneyð við milljónum landsmanna.

Hvattir til uppgjafar

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hvatti andspyrnuhreyfingu sjíta-múslima til að leggja niður vopn fyrr í dag en þeir hafa barist hatrammlega við hernámsliðið í nokkrum borgum Íraks í dag. Hann hvatti þá jafnframt til að ganga til liðs við „pólitíska framþróun“ landsins eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum.

Spenging heyrðist í Santander

Sprenging heyrðist í spænsku borginni Santander rétt áðan að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir séu særðir, né hvers kyns sprengingin er. Reuters hefur þetta eftir talsmanni á borgarskrifstofu Santander sem er í norðurhluta Spánar. </font />

Önnur sprengja á Spáni

Fyrstu tíðindi af sprengingunni í Santander á Spáni eru að hún hafi verið minniháttar og líklega séu engir sárir. Einnig heyrðist sprenging í Gijon-borg nú fyrir stundu en ekki liggur fyrir um mannskaða þar. 

Fangelsisvist fyrir ferðamenn

Fyrrverandi pólitískir fangar í stærsta kvennafangelsi fyrrum Austur-Þýskalands mótmæltu í dag ráðgerð þýska fyrirtækisins Artemis GmbH að bjóða ferðamönnum að eyða nótt í fangelsinu gegn borgun. Þúsundir kvenna þurftu að líða pyntingar og kúgun innan veggja fangelsins, sem staðsett er í miðaldakastala á hæð fyrir ofan bæinn Stollberg, á árunum 1950-1989.

Öflugur jarðskjálfti í Kína

Hundruð þúsunda manna misstu heimili sín í öflugum jarðskjálfta í Kína í fyrradag. Ekki var skýrt opinberlega frá þessu fyrr en í dag. Jarðskjálftinn, sem mældist 5,6 á Richter-kvarða, varð í Ludian-sýslu í Yunnan héraði en sýslan er með þeim fátækustu í landinu.

360 fallnir og þúsundir flúnar

Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna.

Stórsóknin hafin í Najaf

Bandarískar og íraskar hersveitir hófu stórsókn inn í Najaf í gær. Þeim tókst ekki að hafa hendur í hári shíta-klerksins Muqtada al-Sadrs. Kveða á niður uppreisn shíta. Uppreisnarmenn verjast í helgustu byggingum borgarinnar</font /></b />

Hjónaböndin dæmd ógild

Hæstiréttur Kaliforníu ógilti í gær næstum fjögur þúsund hjónabönd samkynhneigðra. Pörin voru gefin saman í San Fransisco fyrr á árinu og hlutu staðfestingu hjá borgaryfirvöldum þar.

Smáríki gegna stóru hlutverki

Minni ríki innan Evrópusambandsins munu hafa mikil áhrif í nýskipaðri framkvæmdastjórn sambandsins undir forsæti Portúgalans Jose Manuels Barroso. Stóru ríki þrjú; Þýskaland, Frakkland og Bretland, munu þó fara með stjórn efnahagsmála að mestu.

Svíar orðnir níu milljónir

Svíar urðu í gær níu milljón talsins. Samkvæmt opinberum áætlunartölum fæddist barnið sem kom fólksfjöldanum í níu milljónir klukkan 12.58 að íslenskum tíma. Svíum hefur fjölgað um eina milljón síðan árið 1969 og því er spáð að þeir verði orðnir tíu milljón talsins fyrir árið 2027.

Palestínumenn reiðir eigin mönnum

Margir Palestínumenn eru reiðir eftir sprengjuárás sem beint var gegn Ísraelum. Sprengjan sprakk í grennd við landamærastöð á Vesturbakkanum í gær. Hún varð tveim Palestínumönnum að bana og særði tíu. Auk þess særðust sex ísraelskir hermenn.

Bush berst gegn staðreyndum

George W. Bush heldur því fram að efnahagsástandið í Bandaríkjum sé gott. Hagtölur sýna hið gagnstæða. Vont efnahagsástand í lykilríkjum gæti reynst Bush dýrkeypt í kosningunum. </font /></b />

Handtekinn fyrir að kvikmynda

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur Pakistanskan borgara í haldi, eftir að lögregluþjónn veitti manninum athygli þar sem hann var að kvikmynda sextíu hæða byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna og annan skýjakljúf, í Norður Karólínu ríki.

Varaforsetinn vill að herinn hörfi

Varaforseti íröksku bráðabirgðastjórnarinnar, Ibrahim Jaafari, vill að liðsmenn hernaðarbandalags Bandaríkjanna hörfi frá borginni Najaf, þar sem bardagar hafa geisað milli fjölþjóðahersins og íraskra uppreisnarmanna.

Sprengjuhótun á flugvelli í Sofiu

Komusal flugvallarins í Sofíu, í Búlgaríu, var lokað um hálfsjöleytið í morgun, að íslenskum tíma, vegna sprengjuhótunar, samkvæmt innanríkisráðuneytinu í landinu. Stjórnendur flugvallarins segja að ekki hafi þurft að fresta flugi en fjölmiðlar í landinu segja að tuttugu mínútna seinkun hafi orðið á lendingu vélar frá Tyrklandi vegna málsins.

Olíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð í Bandaríkjunum náði sögulegu hámarki í gær, eða um 45 dollurum fyrir tunnuna, eftir að fregnir bárust af því að dregið yrði úr olíuvinnslu við Mexíkóflóða vegna yfirvofandi óveðurs.

Vilja fella neyðarlög úr gildi

Tíu útlendingar, sem haldið hefur verið í Bretlandi í nærri því þrjú ár án ákæru, töpuðu áfrýjunarmáli í morgun. Þeir eru grunaðir hryðjuverkamenn. Mannréttindasamtök og breskir þingmenn hafa hvatt stjórnvöld í Bretlandi til að fella úr gildi neyðarlög sem þau settu eftir hryðjuverkin ellefta september.

Spassky hvetur til eigin handtöku

Skáksnillingurinn Boris Spassky, gamall keppinautur Bobbys Fishers, hefur hvatt stjórnvöld í Bandaríkjunum til að handtaka sig og setja í fangaklefa með Fisher þar sem báðir mennirnir brutu í bága við viðskiptabann Bandaríkjanna í Júgóslavíu árið 1992.

Harðir bardagar í Najaf

Enn geisa bardagar í borginni Najaf í Írak. Varaforseti landsins krefst þess að Bandaríkjamenn fari frá borginni. Barist er í Najaf sjöunda daginn í röð. Bandaríski herinn telur að dregið hafi úr átökunum í gær og í dag en þeir segja að yfir 350 uppreisnarmenn hafi látið lífið síðustu daga.

15 særast í árásum Ísraelshers

15 særðust, þar á meðal tvö börn, í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist hafa skotið flugskeyti að palestínskum vígamönnum á opnu svæði. Tíu ísraelskir skriðdrekar og nokkrir valtarar voru þar til að brjóta niður hús Palestínumanna.

Sjá næstu 50 fréttir