Erlent

Segja úrslitin fölsuð

Stjórnarandstaðan í Venesúela segir úrslit forsetakosninga vera fölsuð, en greidd voru atkvæði um það, hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Mjög mikil þátttaka var í kosningunni og greina fréttaritarar frá allt að tveggja kílómetra löngum biðröðum við suma kjörstaði. Útgönguspár voru bannaðar en niðurstöður kosninganna sýndu að forsetinn, Hugo Chavez, sæti áfram í embætti. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði í viðtali eftir tilkynningu um niðurstöður kosninganna að leitað yrði sannanna til að sýna fram á að gengið hefði verið gegn vilja fólksins í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×