Erlent

Fjölmiðlum skipað frá Najaf

Fjölmiðlamönnum hefur verið fyrirskipað að fara frá hinni heilögu borg Najaf, þar sem bardagamenn undir stjórn Shíta klerksins Moktata al-Sadr hafa átt í bardögum við heri Bandaríkjamanna og Íraka undanfarið. Fréttastofa Reuters greindi frá því í morgun að þrír bandarískir hermenn hafi fallið í borginni í gær. Henni hefur nú verið lokað og verða þeir sem ekki hlýða skipunum um að hverfa á brott handteknir. Þetta er talið benda til þess að stór árás á borgina sé í vændum fljótlega. Mannræningjar í Írak hafa í annað sinn á skömmum tíma rænt blaðamanni. Í morgun var frönskum blaðamanni, með bandarískt vegabréf rænt í suðurhluta Íraks. Blaðamaðurinn, sem er fornleifafræðingur, er eigandi og aðalmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í heimildarmyndagerð. Aðeins þrír dagar eru síðan breska blaðamanninum James Brandon frá The Sunday Telegraph var rænt í Basra, en honum var síðan sleppt að beiðni Shíta klerksins Moktata al-Sadr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×