Erlent

Hermönnum fækkað í Evrópu

Sjötíu þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá Evrópu á næstunni, til að taka við nýjum verkefnum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti mun að sögn fréttastofu Reuters greina frá þessu í dag. Hann ræddi einnig breytingar á staðsetningu hermanna á kosningafundi í Ohio á laugardaginn var. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, segir að líkindum taka mörg ár að hrinda þessum breytingum í framkvæmd, en þær eru viðbót við fyrri áætlanir um brotthvarf hermanna frá Evrópu, sem meðal annars snerta Ísland. Nú er gert ráð fyrir að í stað hermanna komi sumstaðar til hátæknivarnarbúnaður, þar á meðal orustuþotur, til að fylla í skarðið sem minni mannskapur myndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×