Erlent

16 létust í fellibyl á Flórída

Í það minnsta sextán fórust þegar fellibylurinn Charley reið yfir Flórída-skaga um helgina. Fjöldi fólks hefst við úti við illan leik, enda hitinn vel yfir þrjátíu gráður og rakinn mikill. Talið er að kostnaður vegna skemmda nemi allt að ellefu milljörðum dollara, eða sem nemur 776 milljörðum króna. Í þeirri upphæð er ekki meðtalinn skaði þeirra sem misstu ótryggð heimili og farartæki. Hitabeltisstormurinn Earl, sem talið var að myndi fylgja í kjölfar Charleys, lagði í gær lykkju á leið sína og stefnir nú á Júkatan-skagann í staðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×