70 þúsund hermenn kallaðir heim 13. október 2005 14:32 Að minnsta kosti 70 þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá herstöðvum í Evrópu og víðar í umfangsmestu breytingum á bandaríska heraflanum frá lokum Kalda stríðsins. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um þessa fyrirætlan á ráðstefnu fyrrverandi hermanna í Cincinnatti í Bandaríkjunum í gær. Til viðbótar við hermennina hefur þessi áætlun í för með sér tilflutning á 100 þúsund manns, fjölskyldum hermannanna og öðrum starfsmönnum hersins. Ónafngreindur foringi í bandaríska hernum í Evrópu sagði við AP-fréttastofuna að áæltunin myndi ekki koma til framkvæmda fyrr en á árunum 2006 til 2001. Hann sagði að þegar hefði verið rætt við þau ríki sem í hlut ættu um smáatriði áætlunarinnar en niðurstaðan væri þó ekki ljós enn. "Þetta er allt spurning um pólitík og þegar svo er, þá hafa margir þættir áhrif," sagði herforinginn. Alls eru 200 þúsund bandarískir hermenn í herstöðvum erlendis en utan Íraks og Afganistans. Helmingur þeirra er í herstöðvum í Evrópu, þar af 70 þúsund í Þýskalandi. Búist er við að flestir hermennirnir verði sendir til herstöðva í Bandaríkjunum en einhverjir fari til herstöðva í Austur-Evrópu. Þá er einnig búist við fækkun í herliði Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann vilji auka viðbragðsflýti bandaríska hersins og gera hann fjölhæfari. Þar með yrði hægt að nota herinn í fjölbreyttari aðgerðir í stað þess að binda fjölmennar hersveitir við einstök lönd. Líklegt þykir að þessar tilfæringar á bandaríska heraflanum muni auka fylgi Bush meðal hermanna og fjölskyldna þeirra, nú þegar tæpir þrír mánuðir eru til forsetakosninga. John Kerry, andstæðingur Bush, mun einnig ávarpa ráðstefnu fyrrverandi hermanna en hún er haldin í Ohio-ríki, þar sem kannanir hafa sýnt að afar mjótt er á mununum milli forsetaframbjóðenda. Kerry hefur lagt til að fjölgað verði í hernum um 40 þúsund manns og að sérsveitir hans verði efldar. Erlent Fréttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Að minnsta kosti 70 þúsund bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá herstöðvum í Evrópu og víðar í umfangsmestu breytingum á bandaríska heraflanum frá lokum Kalda stríðsins. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um þessa fyrirætlan á ráðstefnu fyrrverandi hermanna í Cincinnatti í Bandaríkjunum í gær. Til viðbótar við hermennina hefur þessi áætlun í för með sér tilflutning á 100 þúsund manns, fjölskyldum hermannanna og öðrum starfsmönnum hersins. Ónafngreindur foringi í bandaríska hernum í Evrópu sagði við AP-fréttastofuna að áæltunin myndi ekki koma til framkvæmda fyrr en á árunum 2006 til 2001. Hann sagði að þegar hefði verið rætt við þau ríki sem í hlut ættu um smáatriði áætlunarinnar en niðurstaðan væri þó ekki ljós enn. "Þetta er allt spurning um pólitík og þegar svo er, þá hafa margir þættir áhrif," sagði herforinginn. Alls eru 200 þúsund bandarískir hermenn í herstöðvum erlendis en utan Íraks og Afganistans. Helmingur þeirra er í herstöðvum í Evrópu, þar af 70 þúsund í Þýskalandi. Búist er við að flestir hermennirnir verði sendir til herstöðva í Bandaríkjunum en einhverjir fari til herstöðva í Austur-Evrópu. Þá er einnig búist við fækkun í herliði Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann vilji auka viðbragðsflýti bandaríska hersins og gera hann fjölhæfari. Þar með yrði hægt að nota herinn í fjölbreyttari aðgerðir í stað þess að binda fjölmennar hersveitir við einstök lönd. Líklegt þykir að þessar tilfæringar á bandaríska heraflanum muni auka fylgi Bush meðal hermanna og fjölskyldna þeirra, nú þegar tæpir þrír mánuðir eru til forsetakosninga. John Kerry, andstæðingur Bush, mun einnig ávarpa ráðstefnu fyrrverandi hermanna en hún er haldin í Ohio-ríki, þar sem kannanir hafa sýnt að afar mjótt er á mununum milli forsetaframbjóðenda. Kerry hefur lagt til að fjölgað verði í hernum um 40 þúsund manns og að sérsveitir hans verði efldar.
Erlent Fréttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira